Fréttir

Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent

„Fróð­legt að sjá hver við­brögð mat­væla­ráð­herra verða“

Á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra vekur gríðar­lega at­hygli. Á­lits­gjafar á sam­fé­lags­miðlum eru ýmist hvumsa yfir á­kvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra.

Innlent

Bjarni sá ellefti til að segja af sér

Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904.

Innlent

Pallborð: Átök Ísraelsmanna og Hamas

Umfangsmiklar loftárásir Ísraelsmanna á Gaza standa nú yfir og teikn á lofti um innrás. Aðgerðirnar eru svar stjórnvalda við árásum Hamas-liða á laugardag, þar sem almennir borgarar voru pyntaðir og drepnir.

Innlent

Ó­veðrið byrjað og bílar fastir

Björgunar­sveitir eru byrjaðar að finna fyrir veðrinu. Appel­sínu­gular veður­við­varanir eru í gildi á Norður­landi og gular við­varanir annars staðar á landinu, utan höfuð­borgar­svæðisins.

Innlent

„Þetta er rétt á­kvörðun“

Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist telja á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra vera rétta. Hún segir á­kvörðunina hafa komið sér á ó­vart.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um afsögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra sem hann tilkynnti um í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem birt var í morgun. 

Innlent

„Bjarni maður að meiri“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart.

Innlent

Bjarni segir af sér sem fjár­mála­ráð­herra

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 

Innlent

Bjarni ekki hæfur til að sam­þykkja sölu Ís­lands­banka

Um­boðs­maður Al­þingis telur Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, ekki hafa verið hæfan þegar hann sam­þykkti til­lögu Banka­sýslunnar um sölu á Ís­lands­banka, í ljósi þess að einka­hluta­fé­lag föður hans var á meðal kaup­enda að 22,5 prósenta hlut.

Innlent

Ók inn á sendiskrif­stofu Kína og var skotinn til bana

Lögregla í San Francisco í Bandaríkjunum hefur skotið mann til bana sem ók bifreið sinni inn á sendiskrifstofu Kína í borginni. Lögregla var kölluð til eftir að atvikið átti sér stað og var maðurinn skotinn þegar hún mætti á vettvang.

Erlent

Gabríel nýr for­seti Upp­reisnar

Gabríel Ingimarsson var kjörinn nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fram fór síðustu helgi. Hann hafði betur í forsetakjöri gegn Emmu Ósk Ragnarsdóttur.

Innlent

Stormur og tals­verð rigning í kortunum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan og norðan 15 til 23 metrum á sekúndu í dag og má reikna með rigningu eða slyddu um landið norðanvert. Einnig má reikna með snjókomu á heiðum þannig að færð spillist og sums staðar talsverðri eða mikilli úrkomu.

Veður