Fréttir

Þungir bílar borgi hærri bílastæðagjöld

Tvær borgir í Frakklandi ráðgera að láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld í framtíðinni en eigendur lítilla bíla. Þeir taki meira pláss og séu hættulegri í umferðinni.

Erlent

Hamas liðar hafi verið orðnir ör­væntingar­fullir

Albert Jóns­son, sér­fræðingur í al­þjóða­málum, segir ó­hjá­kvæmi­legt að Ísraels­her muni her­nema Gasa­ströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast á­hyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í sam­skiptum Ísraela við aðrar Araba­þjóðir í Mið­austur­löndum.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi.

Innlent

„Lífið verður aldrei eins"

Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við.

Innlent

Sprengi­sandur: Úkraína, breytt ríkis­stjórn og Gasa

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent

Kosningar í Pól­landi: Tví­sýnt hvernig fer

Kjör­dagur er runninn upp í Pól­landi þar sem þing­kosningar fara fram í dag. Kjör­staðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðar­tíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Sam­hliða ganga Pól­verjar til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðana­kannanir er alls ó­víst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi sam­steypu­stjórn.

Erlent

Hafi þrjár klukku­stundir til að flýja Gasa

Þúsundir Palestínu­manna halda á­fram að flýja frá norður­hluta Gasa­strandar í að­draganda inn­rásar Ísraels­hers. Herinn hefur til­kynnt að inn­rásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraels­mönnum að bregðast við haldi Ísraelar á­fram hernaði sínum gegn Gasa.

Erlent

Rigningar­legt og lægð væntan­leg til landsins

Veður­stofa Ís­lands spáir því að suð­vestan­átt verði ríkjandi á landinu í dag, fremur hæg víðast hvar. Víða verður rigning, en á Norður­landi snjóar þó lík­lega eitt­hvað fram á morguninn en svo á einnig að hlýna þar.

Innlent

Þing­flokkurinn fagni af­sögn eigin formanns sem hans besta verki

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skiptust á ráðuneytum í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórninni haldið í öndunarvél og að hún minni á dauðadæmdan þjálfara sem fær stuðningsyfirlýsingu frá félagi sínu. Ólafur Harðarson telur að Bjarni sé nú búinn að koma böndum á villiketti flokksins.

Innlent

Ísraelski herinn undir­býr alls­herjar­á­rás

Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi.

Erlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýr fjármálaráðherra segir forgangsmál að klára söluna á Íslandsbanka og ná verðbólgu niður. Þetta er fjórða ráðuneytið sem Þórdís Kolbrún stýrir á þem sjö árum sem hún hefur verið ráðherra.

Innlent

Kristján viss um að hann veiði á­fram hval á næsta ári

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu.

Innlent

Jarð­skjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grinda­vík

Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 

Innlent

Tekur bjart­sýn en raun­sæ við nýjum verk­efnum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Innlent

„Fyrst og fremst stóla­skipti“ án þess að axla á­byrgð

Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð.

Innlent