Fréttir Hvassviðri á landinu og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðaustan hvassviðri á landinu í dag með dálítilli vætu suðvestan og vestantil þar sem verður heldur úrkomumeira suðaustanlands. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og miðhálenginu í kvöld. Veður 18.10.2023 07:15 Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Erlent 18.10.2023 06:38 Greta Thunberg handtekin á mótmælum í Lundúnum Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja. Erlent 18.10.2023 00:03 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. Innlent 17.10.2023 23:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. Innlent 17.10.2023 23:00 Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Innlent 17.10.2023 21:21 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. Innlent 17.10.2023 20:01 Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Innlent 17.10.2023 19:55 Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu. Innlent 17.10.2023 18:42 Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. Innlent 17.10.2023 18:27 Vaktin: Fimm hundruð sagðir látnir eftir loftárás á spítala Á fimmta hundrað eru látin eftir loftárás á spítala á Gasaströndinni síðdegis í dag. Erlent 17.10.2023 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að ætlandi efnum var kastað í andlit hennar af skólafélögum. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli vera að elta hegðun sem þau sjá á netinu. Innlent 17.10.2023 18:00 Bókaði stærstu svítuna en varð til vandræða þegar hann fékk hana ekki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð út vegna manns sem var verið að vísa út af hóteli. Þegar lögregla kom á vettvang ræddi hún við manninn sem kvaðst hafa bókað stærstu svítuna á hótelinu en ekki fengið hana. Honum var vísað út af lögreglu. Innlent 17.10.2023 17:33 „Þið getið tekið við þeim“ Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Erlent 17.10.2023 16:28 Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. Innlent 17.10.2023 15:17 Áslaug María ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Áslaug María Friðriksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Meginverkefni hennar verða tengd undirbúningi stjórnarskrárvinnu og samhæfingu mála milli ráðuneyta. Innlent 17.10.2023 15:17 Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. Innlent 17.10.2023 15:01 Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. Erlent 17.10.2023 15:01 Skemmdir á öðrum sæstreng í Eystrasalti Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, segir að skemmdir hafi orðið á sæstreng sem liggur á milli Svíþjóðar og Eistlands í Eystrasalti. Hann segir að ekki hafi orðið rof á strengnum og að hann geti áfram verið starfræktur. Erlent 17.10.2023 14:44 Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. Erlent 17.10.2023 14:10 Bein útsending: Ræða slysasleppingar í sjókvíaeldi á þingi Sérstök umræða um slysasleppingar í sjókvíaeldi verður á Alþingi klukkan 14 í dag. Málshefjandi er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, og til andsvara verður matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir. Innlent 17.10.2023 13:50 Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. Innlent 17.10.2023 13:34 Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður. Innlent 17.10.2023 13:10 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. Erlent 17.10.2023 13:10 Svikahrappar reyna að ná Íslendingum á Island.is Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu island.is og telur CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, ástæðu til að vara við aðferðinni. Innlent 17.10.2023 13:08 „Sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé gjörsamlega misboðið vegna uppsagnar félagsmanns síns sem starfaði í steypuskála hjá Norðuráli. Hann segir að starfsmanninum, sem starfaði í sautján ár hjá fyrirtækinu, hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi talað illa um fyrirtækið og mætt á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig. Innlent 17.10.2023 12:45 „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. Innlent 17.10.2023 12:34 Kýldi mann og lét sig hverfa Ungur karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur til hálfs árs skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og brot gegn valdstjórninni. Innlent 17.10.2023 12:16 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. Innlent 17.10.2023 12:04 Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. Innlent 17.10.2023 11:57 « ‹ ›
Hvassviðri á landinu og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðaustan hvassviðri á landinu í dag með dálítilli vætu suðvestan og vestantil þar sem verður heldur úrkomumeira suðaustanlands. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og miðhálenginu í kvöld. Veður 18.10.2023 07:15
Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Erlent 18.10.2023 06:38
Greta Thunberg handtekin á mótmælum í Lundúnum Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja. Erlent 18.10.2023 00:03
„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. Innlent 17.10.2023 23:00
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. Innlent 17.10.2023 23:00
Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Innlent 17.10.2023 21:21
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. Innlent 17.10.2023 20:01
Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Innlent 17.10.2023 19:55
Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu. Innlent 17.10.2023 18:42
Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. Innlent 17.10.2023 18:27
Vaktin: Fimm hundruð sagðir látnir eftir loftárás á spítala Á fimmta hundrað eru látin eftir loftárás á spítala á Gasaströndinni síðdegis í dag. Erlent 17.10.2023 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að ætlandi efnum var kastað í andlit hennar af skólafélögum. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli vera að elta hegðun sem þau sjá á netinu. Innlent 17.10.2023 18:00
Bókaði stærstu svítuna en varð til vandræða þegar hann fékk hana ekki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð út vegna manns sem var verið að vísa út af hóteli. Þegar lögregla kom á vettvang ræddi hún við manninn sem kvaðst hafa bókað stærstu svítuna á hótelinu en ekki fengið hana. Honum var vísað út af lögreglu. Innlent 17.10.2023 17:33
„Þið getið tekið við þeim“ Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. Erlent 17.10.2023 16:28
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. Innlent 17.10.2023 15:17
Áslaug María ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Áslaug María Friðriksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Meginverkefni hennar verða tengd undirbúningi stjórnarskrárvinnu og samhæfingu mála milli ráðuneyta. Innlent 17.10.2023 15:17
Tár féllu þegar borgarfulltrúar báðust afsökunar á illri meðferð Ræður borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í dag voru tilfinningaþrungnar en til umræðu var skýrsla vöggustofunefndar sem og tillaga að yfirlýsingu borgarstjórnar. Á ræðum og flutningi borgarfulltrúa mátti heyra að þeim þætti innihald skýrslunnar afar þungbært. Innlent 17.10.2023 15:01
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. Erlent 17.10.2023 15:01
Skemmdir á öðrum sæstreng í Eystrasalti Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, segir að skemmdir hafi orðið á sæstreng sem liggur á milli Svíþjóðar og Eistlands í Eystrasalti. Hann segir að ekki hafi orðið rof á strengnum og að hann geti áfram verið starfræktur. Erlent 17.10.2023 14:44
Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. Erlent 17.10.2023 14:10
Bein útsending: Ræða slysasleppingar í sjókvíaeldi á þingi Sérstök umræða um slysasleppingar í sjókvíaeldi verður á Alþingi klukkan 14 í dag. Málshefjandi er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, og til andsvara verður matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir. Innlent 17.10.2023 13:50
Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. Innlent 17.10.2023 13:34
Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður. Innlent 17.10.2023 13:10
Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. Erlent 17.10.2023 13:10
Svikahrappar reyna að ná Íslendingum á Island.is Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu island.is og telur CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, ástæðu til að vara við aðferðinni. Innlent 17.10.2023 13:08
„Sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sér sé gjörsamlega misboðið vegna uppsagnar félagsmanns síns sem starfaði í steypuskála hjá Norðuráli. Hann segir að starfsmanninum, sem starfaði í sautján ár hjá fyrirtækinu, hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi talað illa um fyrirtækið og mætt á fjölskylduskemmtun án þess að skrá sig. Innlent 17.10.2023 12:45
„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. Innlent 17.10.2023 12:34
Kýldi mann og lét sig hverfa Ungur karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur til hálfs árs skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og brot gegn valdstjórninni. Innlent 17.10.2023 12:16
Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. Innlent 17.10.2023 12:04
Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. Innlent 17.10.2023 11:57