Fréttir

Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi

Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki.

Innlent

Sprengjan sögð hafa „gufað upp“

Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist.

Erlent

Nokkrir vinnu­staðir sem ekki leyfa þátt­töku í kvenna­frí­deginum

Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni.

Innlent

Í­hugar að kæra lög­manninn

Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann.

Innlent

Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi

Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði.

Erlent

At­vinnu­rek­endur verði að upp­lýsa konur af er­lendum upp­runa

Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem kemur fram að gríðarlegur samdráttur sé í framboði og eftirspurn eftir nýju húsnæði.

Innlent

Báðu Ísraela um að bíða með innrás

Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara.

Erlent

Sýknaður af káfi í bú­staðar­ferð þar sem var orð gegn orði

Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. 

Innlent

Þjóðernissinnar höfðu betur í Sviss

Flokkur fólksins í Sviss var óumdeildur sigurvegari þingkosninganna þar í landi sem fram fóru um helgina. Flokkurinn, sem er langt á hægri vængnum og mótfallinn Evrópusambandinu, hlaut 28,6 prósent atkvæða. 

Erlent

Rigning og slydda norðan- og austan­til

Lítil og veikluleg lægð er nú stödd við austurströndina og er útlit fyrir norðan þremur til tíu metrum á sekúndu um landið norðaustan- og austanvert. Með því fylgir rigning eða slydda af og til og snjókoma til fjalla.

Veður

„Ég veit fyrir víst að ég fer ekki sömu leið og mamma“

„Ég vil fara með reisn, ef ég fæ þá sjúkdóma sem elsku mamma greindist með þá vil ég fá að stimpla mig út áður en það kemur að því að leggjast inn á stofnun þar sem ég missi allan rétt til samfélagsins,“ segir Sonja Karlsdóttir en hún gagnrýnir harðlega þá meðhöndlun sem Helga Magnea Magnúsdóttir, móðir hennar fékk á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum. Segir hún móður sína hafa sætt mikilli vanrækslu og í endann hafi hún verið í sett í lífslokameðferð án vitundar aðstandenda. Aðstæðurnar á hjúkrunarheimilinu hafi verið nöturlegar og niðurdrepandi.

Innlent

Skilur sárs­aukann og á­föllin að baki neyslunni

Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu.

Innlent

Harðar á­rásir halda á­fram á Gasa

Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna.

Erlent