Erlent

Evrópusambandið vill takmarka magn kanils í sætabrauði

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/GETTY

Ef tillaga Evrópusambandsins um að takmarka magn kanils í bökuðu góðgæti fer í gegn gætu það verið endalok hins hins vinsæla danska sætabrauðs. Þetta kemur fram í frétt Mirror.

Dönsku kanilsnúðarnir eru þekktir víða og bakarar í Danmörku er að vonum ekki ánægðir með þessa tillögu frá sambandinu.

„Þetta eru endalok danska kanilsnúðsins eins og við þekkjum hann,“ sagði Hardy Christiansen formaður samtaka danska bakara.

Kökur og brauð hafa verið bökuð með kanil í 200 ár í Danmörku og snúðarnir eru löngu orðin af ómissandi danski hefð að sögn bakarans.

Lokaákvörðun um magn kanils í sætabrauði verður tekin í febrúar næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.