Skemmdarvargar þöktu Hummer jeppa Björgólfs Thors Björgólfssonar rauðri málningu í nótt þar sem hann stóð á plani Háskólans í Reykjavík við Höfðabakka.
Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er embættið með málið til rannsóknar, en mál af þessum toga þarf ekki að kæra; þau fara sjálfkrafa í sakameðferð. Ekki er vitað hverjir voru að verki.
Myndir af verknaðinum voru sendar fjölmiðlum klukkan um korter í fjögur í nótt.
Þöktu Hummer Björgólfs Thors með rauðri málningu

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.