Innlent

Þöktu Hummer Björgólfs Thors með rauðri málningu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hummer jeppi Björgólfs Thors.
Hummer jeppi Björgólfs Thors.
Skemmdarvargar þöktu Hummer jeppa Björgólfs Thors Björgólfssonar rauðri málningu í nótt þar sem hann stóð á plani Háskólans í Reykjavík við Höfðabakka.Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er embættið með málið til rannsóknar, en mál af þessum toga þarf ekki að kæra; þau fara sjálfkrafa í sakameðferð. Ekki er vitað hverjir voru að verki.Myndir af verknaðinum voru sendar fjölmiðlum klukkan um korter í fjögur í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.