
Margverðlaunað þræladrama sem allir eru að tala um
Kvikmyndin 12 Years a Slave verður frumsýnd á Íslandi á föstudag.

Hross í oss heltist úr lestinni
Hross í oss, eftir Benedikt Erlingsson er ekki á meðal þeirra níu kvikmynda sem eiga núna möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.

Leita vopna á gestum í þinghúsinu
"Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.

Endurskoðun snertir Ísland beint
Evrópusambandið leitar álits hjá almenningi og sérfræðingum vegna heildarendurskoðunar stefnumótunar sambandsins í loftgæðamálum. Samráðsferlinu, sem hófst 10. þessa mánaðar, lýkur 4. mars.

Hægt að hjóla á stíg frá Hamrahlíð upp í Bauhaus
Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti.

Hvít jól algengari en rauð á síðustu árum
Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands treysta sér ekki enn til að spá fyrir um hvort jólin verði rauð eða hvít þetta árið, og segja óvissu í veðurspám of mikla. Á síðustu átján árum hafa hvít jól verið örlítið algengari en rauð á höfuðborgarsvæðinu.

Stöð 2 send út í háskerpu
Stöð 2 hefur í dag formlega útsendingu í háskerpu, HD, og verður þar með fyrst íslenskra sjónvarpsstöðva til að bjóða upp á reglubundnar útsendingar í háskerpu.

Segist vanur flugeldum frá Jóni
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, styður tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í utanríkismálanefnd um að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið. Það yrði síðan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort halda ætti viðræðunum áfram.

Stígandi í sölunni
Jólasýning með verkum margra þjóðþekktra listamanna stendur nú yfir í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36. „Margir kaupa íslenska myndlist á þessum árstíma og því er talsvert að gera. Fólk vill gera fínt hjá sér og jafnvel breyta aðeins til. Málverk eru falleg og áberandi á heimilum og það er nokkuð algengt að hjón kaupi sér málverk saman og gefi sér í jólagjöf,“ segir Bjarni Sigurðsson, eigandi Smiðjunnar.

Bandaríkin kröfðust hertra varna gegn laumufarþegum
Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér.

Vodafone hækkaði á fyrsta degi
Hlutabréf í Vodafone voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráningargengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut en í lok dags hafði gengið hækkað í 32,2 krónur á hlut í 162 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi bréfanna því um 2,2 prósent á fyrsta degi viðskipta. Miðað við gengið í lok dags í gær er markaðsvirði Vodafone um 10,8 milljarðar króna.

Veikindi vekja óvissu um framtíð Íraks
Jalal Talabani, forseti Íraks, liggur á sjúkrahúsi í Bagdad eftir að hafa fengið heilablóðfall. Þar með er komin upp töluverð óvissa um framtíð landsins, nú þegar ár er liðið frá því bandaríski herinn fór heim.

Reglur víða verið hertar
Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra.

Gaf öll líffæri 12 ára sonar síns
Heiðbjört Ingvarsdóttir missti son sinn í reiðhjólaslysi árið 1997. Hún ákvað strax að gefa úr honum öll líffæri og hefur ekki séð eftir því síðan. Hún segir að nauðsynlegt sé að virða ólíkar skoðanir fólks.

Rósarstríðinu er ekki lokið
Lögmaður Jafnaðarmannafélagsins Rósarinnar hefur óskað eftir fundargerðum kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagið er ósátt við þá ákvörðun að 350 nýir félagar í Rósinni hefðu ekki fengið að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fór um síðustu helgi.

Milljarður í gjaldeyri á Iceland Airwaves
Erlendir gestir á Iceland Airwaves eyddu 800 milljónum á höfuðborgarsvæðinu og 300 milljónum í ferðalög til landsins. Við bætast ferðir út á land. Gríðarleg búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur, segir ÚTON.

Líta falsaða pappíra alvarlegum augum
„Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.

Netöryggi á oddinn á Norðurlöndum
Norðurlandaríkin hyggja á meiri samvinnu í netöryggismálum. Þetta var ein af niðurstöðum ráðherrafundar um öryggismál sem haldinn var í Reykjavík í gær.

Nærri níu af tíu samþykktu nýjan samning
Bændur samþykktu breytingar á mjólkursamningi við ríkið með 87 prósentum atkvæða, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda.

Tugþúsundir andæfa yfirgangi forsetans
Tugir manna slösuðust í átökum milli stuðningsmanna og andstæðinga Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta, sem brutust út í Kaíró í gær út af stjórnarskrárbreytingum forsetans.