Loftslagsmál

Fréttamynd

Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus

Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild.

Erlent
Fréttamynd

Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður

Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Enn er mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi.

Erlent
Fréttamynd

Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir

Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070

Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt jökulsker skýtur upp kollinum á Breiðamerkurjökli

Um kílómetra langur kambur utan í Mávabyggðarrönd er nýjasta jökulskerið í Breiðamerkurjökli. Skerið hefur smám saman verið að birtast undanfarin þrjú til fjögur ár en það mun að öllum líkindum enda á að kljúfa jökulinn í tvo strauma á þessari öld.

Innlent
Fréttamynd

Fátt er svo með öllu illt...

...að ekki boði nokkuð gott. Sumar samfélagsbreytingar eiga skilið að lifa áfram eftir COVID-19. Þar má nefna minna kolefnisspor vegna minnkandi bílanotkunar og önnur umhverfisáhrif ásamt umhyggju og vináttu.

Skoðun
Fréttamynd

Faraldurinn raskar veðurathugunum í háloftunum

Lömun flugsamgangna í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur fækkað veðurathugunum í háloftunum verulega á undanförnum vikum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin lýsir áhyggjum af áhrifunum á veðurspár og loftslagsrannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta

Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Regnskógur gæti breyst úr kolefnisforða í uppsprettu

Í stað þess að takmarka loftslagsbreytingar af völdum manna gætu regnskógar heims byrjað að magna upp vandann á næstu áratugum. Afleiðingar hnattrænnar hlýnunar koma niður á getu skóganna til að binda kolefni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050

Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.