
Tónlistargoðsögnin Vangelis látin
Gríska tónskáldið og tónlistarmaðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina „Eldvagnana“ (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner.

„Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“
Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast.

Fannst á lífi eftir 53 tíma um borð í logandi skipi
Einn af tólf farþegum sem saknað var eftir að eldur kviknaði um borð í farþegaskipi fannst á lífi í morgun, 53 klukkustundum eftir að eldurinn kviknaði. Björgunaraðilar vonast til þess að hinir séu einnig á lífi.

Tæplega þrjú hundruð í björgunarbátum eftir að kviknaði í ferju á Miðjarðarhafi
288 voru um borð í ferju, sem kviknaði í á leiðinni frá Grikklandi til Ítalíu í morgun. Gríska landhelgisgæslan segir að allir farþegar séu öryggir um borð í björgunarbátum.

Gríski myndlistarmaðurinn Alekos Fassianos er látinn
Gríski myndlistarmaðurinn Alekos Fassianos er látinn 86 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu fyrir utan Aþenu í gær.

Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs
Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé.

Þrír bátar farist á þremur dögum í Grikklandi
Sextán eru látnir eftir þriðja slysið á jafnmörgum dögum í Eyjahafi. Bátur fórst í seint í gærdag undan ströndum Grikklands og hafa nú þrjátíu farendur látið lífið í Eyjahafi í vikunni. Áttatíu voru í bátnum sem fórst.

Öflugur skjálfti við Krít
Öflugur skjálfti varð suður af grísku eyjunni Krít í morgun. Skjálftinn mælist 5,9 að stærð og voru upptök hans um tuttugu kílómetra suðaustur af borginni Heraklion og á um tíu kílómetra dýpi. Fyrstu fréttir hermdu að skjálftinn hafi verið 6,5 að stærð.

Höfundur tónlistar Grikkjans Zorba er fallinn frá
Gríska tónskálið Mikis Theodorakis, sem þekktastur er fyrir að hafa tónlist myndarinnar Grikkjans Zorba frá árinu 1964, er látið, 96 ára að aldri.

Sendiherrafrú dæmd fyrir „skepnulegt“ morð á eiginmanninum
Dómstóll í Brasilíu dæmdi þarlenda konu í 31 árs fangelsi fyrir að leggja á ráðin um morðið á eiginmanni sínum sem var sendiherra Grikklands í landinu. Dómari lýsti glæp konunnar og vitorðsmanna hennar sem „skepnulegum“.

Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu
Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið.

Biðst afsökunar á því að gróðureldarnir geisi enn
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur beðist afsökunar á að ekki hafi tekist að ráða niðurlögum skógarelda í landinu. Jafnvel þótt allt hafi verið gert sem í mannlegu valdi standi til að kæfa eldana hafi það oft á tíðum ekki reynst nóg.

Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil
Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla.

„Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Ólétt kona sem flutt var á brott af eyjunni Evia í Grikklandi vegna mikilla gróðurelda sem þar geisa segir aðstæður á eyjunni líkjast hryllingsmynd.

„Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina“
Íslendingur í Grikklandi segir þungt hljóð í heimamönnum vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár.

Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi
Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum.

„Hvert eigum við að fara?“
Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa.

Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum
Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð.

Nokkrir MH- og MR-ingar vilja hætta við útskriftarferðir sínar en fá ekki endurgreitt
Menntskælingar hafa leitað til Neytendasamtakanna með sín mál en ferðaskrifstofan sem um ræðir vill ekki endurgreiða og ber því við að farið verði.

Sá sem drap selinn Kostis er í vondum málum
Lögregluyfirvöld í Grikklandi leita nú ljósum logum að þeim sem talinn er hafa drepið selinn Kostis. Selurinn var afar vinsæll og táknmynd grísku eyjunnar Alonissos.