Hjólreiðar

Fréttamynd

Segir lítið gert í „áratugalangri plágu“

Varaformaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar telur fólk veigra sér við að kaupa rafmagnshjól af ótta við að þeim verði stolið. Lögregla verði að taka málin fastari tökum - þó það væri ekki nema til að leggja baráttunni við loftslagsvandann lið.

Innlent
Fréttamynd

Eins og að vera vegan nema um helgar

„Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja leggja hjóla­stíg milli Hellu og Hvolsvallar

Sveitarstjórn Rangárþings ytra kannar nú möguleikann á því að leggja göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Leiðin er rúmur tólf og hálfur kílómetri og áætlað er að verkið muni kosta 587 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Hjóluðu tugi kíló­metra í grenjandi rigningu

Ausandi rigning setti heldur betur svip á hjólareiðakeppnina KIA Gullhringinn í gær. Rúmlega tvö hundruð keppendur létu ekki á sig fá en keppt var í tveimur flokkum þar sem hjólaðir voru annaðhvort 59 kílómetrar eða 43. 

Sport
Fréttamynd

Mikil samstaða í hópi fjallabrunara eftir slysið í Úlfarsfelli

Sautján ára strákur sem slasaðist alvarlega í hjólreiðakeppni á laugardag undirgekkst aðgerð um helgina en hann hlaut áverka á baki. Meðstjórnandi Hjólreiðasambands Íslands segir viðbragð á staðnum hafa verið fumlaust en verkferlar við slíkum slysum verði til umræðu á næsta fundi sambandsins. Mikil samstaða sé í fámennum hóp þeirra sem keppa í fjallabruni og hugur allra hjá drengnum, sem er vel þekktur í þeirra heimi. 

Innlent
Fréttamynd

Slasaði hjól­reiða­maðurinn undir­gekkst að­gerð í nótt

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Vitni að slysinu fengu á­falla­hjálp

Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu

Nýlega samþykktu borgaryfirvöld nýja Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, sem lýsir framtíðinni innan borgarinnar og tekur til þau atriði og þær framkvæmdir sem borgaryfirvöld geta sett af stað til að hvetja fólk til að nota reiðhjól í ríkari mæli, sérstaklega til styttri ferða.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­trú­leg svaðil­för Chris Bur­kard með­fram allri Suður­ströndinni

Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Beið eftir helsta keppinautinum eftir fall en jók samt forskotið

Danski hjólreiðakappinn Jonas Vingegaard er nú með rúmlega þriggja mínútna forskot eftir átjánda legg Tour de France. Hann kom rétt rúmri mínútu á undan næsta manni, ríkjandi meistara Tadej Pogacar, í mark í dag, þrátt fyrir að hafa beðið eftir meistaranum.

Sport
Fréttamynd

Hálsbrotnaði eftir árekstur við áhorfanda

Daniel Oss neyðist til að draga sig úr Tour de France hjólreiðakeppninni eftir að hann hálsbrotnaði í árekstri við áhorfenda. Myndband af árekstrinum má sjá neðar í fréttinni en rétt er að vara viðkvæma við því.

Sport
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.