
Fimleikakappi dæmdur í árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu
Rússneski fimleikmaðurinn Ivan Kuliak hefur verið dæmdur í eins árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu opinberlega.

Keppni í fimleikum á Íslandi óháð kyni
Á ársþingi Fimleikasambands Íslands á dögunum var ákveðið að keppni í fimleikum á Íslandi yrði óháð kyni fram að 14. aldursári.

Stjarnan Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki
Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í gær þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn bæði í karla- og kvennaflokki.

Meint barnsmóðir Pútíns vann Ólympíugull, fimmtán HM-gull og níu EM-gull
Erlendir fjölmiðlar fjalla nú mikið um meinta kærustu Vladímír Pútíns Rússlandsforseta sem er nú sögð vera í felum í Ölpunum á meðan Rússar ráðast inn í Úkraínu.

Tveir rússneskir íþróttamenn í langt bann
Rússneskur fimleikamaður og rússneskur skákmaður voru í dag dæmdir í langt keppnisbann af alþjóðasamböndum sínum fyrir að sýna Valdimír Pútín stuðning.

Sýndi fimleikatilþrif á háu hælunum
Ajiea Lee hefur sett nýtt viðmið í tilþrifum á háhæluðum skóm.

Rússneski áróðurs-fimleikamaðurinn sér ekki eftir að hafa merkt sig með Z
Rússneski fimleikamaðurinn Ivan Kuliak hljóp ekkert í felur þrátt fyrir að hafa hneykslað marga með stríðsáróðri sínum á heimsbikarnum í fimleikum og hefur hann nú tjáð sig um atvikið.

Tvítugur rússneskur fimleikamaður á palli með stríðsáróður á brjóstkassanum
Rússneskir og hvít-rússneskir fimleikamenn mega frá og með deginum í dag ekki keppa lengur á mótum á vegum Alþjóðafimleikasambandsins. Þetta kemur auðvitað til vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Á metfjölda medalía en er nú komin með hring: Simone Biles trúlofuð
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles, ein skærasta íþróttastjarna heims, er trúlofuð.

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn
Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Fimleikakona aldrei verið ofar í kjörinu en Kolbrún Þöll
Aldrei hefur fimleikakona, eða fimleikamaður, verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún Þöll Þorradóttir.

„Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna“
Lokadagur Evrópumótsins í hópfimleikum var dramatískur í meira lagi fyrir Andreu Sif Pétursdóttur, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Hún sleit hásin en varð Evrópumeistari.

380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar
Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur.

Valin fimleikakona ársins á afmælisdaginn
Kolbrún Þöll Þorradóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson voru valin fimleikafólk ársins af Fimleikasambandi Íslands.

Þrír Íslendingar í úrvalsliði Evrópumótsins | Auður Helga valin efnilegust
Ísland átti þrjá fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í fimleikum sem fram fór í Portúgal á dögunum. Þá var Auður Helga Halldórsdóttir valin sú efnilegasta.

Sjáðu magnað stökk Helga: „Trúi eiginlega ekki að ég sé hérna“
Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum nældi í silfur á Evrópumótinu sem fram fór í Portúgal. Helgi Laxdal Aðalgeirsson skráði sig í sögubækurnar á mótinu.

Helgi skráði sig í sögubækurnar: „Held að mig sé að dreyma“
Helgi Laxdal Aðalgeirsson geislaði af gleði eftir að íslenska karlaliðið vann til silfurverðlauna á EM í hópfimleikum í kvöld.

Karlaliðið fékk silfur
Íslenska karlaliðið fékk silfur á Evrópumótinu í hópfimleikum sem lauk í kvöld. Ógnarsterkir Svíar urðu Evrópumeistarar.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning“
Kolbrún Þöll Þorradóttir brosti út að eyrum þegar hún mætti í viðtal með gullmedalíu um hálsinn og Evrópumeistarabikar í fanginu.

„Loksins tókst þetta!“
Hekla Mist Valgeirsdóttir var að vonum í skýjunum eftir að Ísland varð Evrópumeistari í hópfimleikum.