
„Trúum ekki öðru en að stærsta innigrein landsins fái pláss“
Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, kallar eftir því að ráðamenn sýni að gert sé ráð fyrir fimleikum í nýju þjóðarhöllinni sem stefnt er að því að rísi í Laugardal árið 2025.

Frábær fimleikaaðstaða á Egilsstöðum
Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

Þrenn verðlaun Valgarðs í Finnlandi
Valgarð Reinhardsson nældi í tvenn silfurverðlaun á Norður Evrópumótinu í Finnlandi sem lauk í dag. Auk þess vann íslenska liðið bronsverðlaun í liðakeppninni í gær.

Segja ágreining en ekki meintan ölvunarakstur ástæðu afsagnar
Stjórn Fimleikasambands Íslands segir ekki rétt að Kristinn Arnarsson, formaður, hafi sagt af sér vegna meints ölvunaraksturs eins af landsliðsþjálfurum sambandsins. Langvarandi ágreiningur um val landsliðsþjálfara hafi þess í stað verið ástæðan og Kristinn hafi sjálfur sagt það.

Formaður segir af sér eftir meintan ölvunarakstur landsliðsþjálfara
Kristinn Arason, fyrrverandi formaður Fimleikasambands Íslands, sagði af sér á fundi stjórnar sambandsins í kvöld. Það gerði hann vegna ákvörðunar stjórnar Fimleikasambandsins að gera nýjan samning við landsliðsþjálfara sem er sagður hafa keyrt undir áhrifum áfengis eftir samkvæmi í sumar.

Karlarnir ekki langt frá að lenda á verðlaunapalli
Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu í Lúxemborg þar sem úrslit mótsins fóru fram í dag.

Ísland nældi í silfur á EM
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum endaði í öðru sæti á Evrópumótinu sem fór fram í Lúxemborg.

Stúlknalandslið Íslands fékk brons á EM
Íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum vann brons á Evrópumótinu sem fram fer í Lúxemborg. Kvenna- og karlalandsliðið keppa svo til úrslita um helgina.

Strákarnir í úrslit líkt og stelpurnar
Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er komið í úrslit á Evrópumótinu sem nú fer fram í Lúxemborg. Fyrr í kvöld komst íslenska kvennalandsliðið í úrslit en liðið á titil að verja. Strákarnir höfnuðu í öðru sæti Evrópumótsins sem fór fram á síðasta ári og geta því gert gott betur í ár.

Evrópumeistarar Íslands í undanúrslit og geta því varið titilinn
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum tryggði sér í dag sæti í úrslitum á Evrópumótinu sem fram fer í Lúxemborg. Íslenska liðið er ríkjandi Evrópumeistari og á því titil að verja. Alls hófu tíu lið keppni í dag og sex þeirra fóru áfram, Ísland endaði í 3. sæti.

Hópfimleikaveislan hefst í annað sinn á níu mánuðum
Um hundrað Íslendingar eru nú mættir til Lúxemborgar þar sem í dag hefst Evrópumótið í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á titil að verja.

Kolbrún Þöll sleit hásin og missir af EM
Kolbrún Þöll Þorradóttir, landsliðskona í hópfimleikum, verður ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst síðar í vikunni. Hún sleit hásin á æfingu í gærkvöldi, mánudag. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Kolbrúnu Þöll sem og íslenska landsliðið.

Jónas Ingi var grátlega nálægt en er kominn inn á HM
Jónas Ingi Þórisson hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem keppa á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum eftir árangur sinn á Evrópumótinu fyrr í þessum mánuði.

Valgarð tryggði sér sæti á HM 2022
Valgarð Reinhardsson, Íslandsmeistari í áhaldafimleikum, stóð sig frábærlega á Evrópumótinu sem fram fór í München nýverið. Árangurinn þar þýðir að Valgarð er nú búinn að tryggja sér sæti á HM sem fram fer í Liverpool í Englandi frá 29. október til 6. nóvember.

Hringadróttinssaga fimleikanna varð enn glæsilegri um helgina
Grikkinn Eleftherios Petrounias bætti við ótrúlega sigurgöngu sína um helgina þegar hann varð Evrópumeistari í æfingum í hringum á EM í fimleikum í München.

Karlalandsliðið í fimleikum hafnaði í 26. sæti á EM
Karlalandsliðið í áhaldafimleikum hefur lokið leik á Evrópumeistaramótinu í München, en liðið hafnaði í 26. sæti. Þetta var í fyrsta skipti í átta ár sem Ísland sendir lið til keppni í karlaflokki.

Thelma og Hildur Maja fara á HM
Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir munu keppa á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í vetur vegna góðs árangurs á Evrópumótinu í München.

Thelma efst íslensku stelpnanna á EM í áhaldafimleikum
Kvennalandslið Íslands í áhaldafimleikum hefur nú lokið keppni á Evrópumótinu sem fram fór í München í Þýskalandi. Heildareinkunn liðsins var 138,129 stig. Þar af var Thelma Aðalsteinsdóttir stigahæst.

Þessar eiga að verja titilinn í Lúxemborg
Landslið Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum hafa verið valin. Íslendingar eiga titil að verja í kvennaflokki.

Leggja til nýja Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk: „Búin að vera mikil sorg“
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði leggur til að reisa skuli nýja Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk í febrúar fyrr á þessu ári. Höllin skuli reist úr föstum efnum og áætlað er að hún verði tekin í notkun haustið 2023.