Fermingar

Fréttamynd

Fermingargjöfin sem veitir yl og hlýju

„Góð dúnsæng og koddi eru falleg fermingargjöf sem lifir áfram með fermingarbarninu. Þegar barnið leggst á koddann vekur það hlýjar minningar um þann sem gaf gjöfina. Mjög oft eru það amma og afi sem gefa dúnsæng og kodda í fermingargjöf. Sængurnar okkar eru allar vistvænar og RDS vottaðar andanússængur,“ segir Ágústa Gísladóttir, eigandi Lín Design en undirbúningur fermingartímabilsins er hafinn í versluninni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Taktu þátt í fermingarleik Vísis

Við ætlum að gleðja fermingarbörn á þessum stóru tímamótum í lífi þeirra með skemmtilegum gjafaleik. Hægt er að skrá fermingarbörn til leiks hér fyrir neðan. Þann 23. mars verður dregið úr pottinum og tvö ljónheppin fermingarbörn hljóta glæsilegar gjafir frá samstarfsaðilum okkar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Flottar fermingargjafir í unglingaherbergið

Rúmfatalagerinn býður úrval fallegra og nytsamra fermingargjafa og eru rúm og eins húsgögn í herbergið, sængur og fallegir skrautmunir ofarlega á vinsældarlistanum. Björgvin Þór Smárason, verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Selfossi segir lítið mál að finna réttu gjöfina í Rúmfatalagernum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fann ástina fjór­tán ára gömul í fermingar­veislu

Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman.

Lífið
Fréttamynd

Fermingar­börn í mikilli ó­vissu annað árið í röð

Vegna nýrra sóttvarnareglna sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti er óvíst hvort verði úr fermingum á næstunni. Fermingartíminn er við það að hefjast en pálmasunnudagur er 28. mars, næsta sunnudag. Prestur í Laugarneskirkju segir allar fermingar sem fara áttu fram á næstunni frestast þar sem öll fermingarbörn kirkjunnar séu nú í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar

Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D.

Innlent
Fréttamynd

Sex fermdust í Guðríðarkirkju í dag

Flestum fermingum þessa árs hefur verið frestað til haustsins vegna kórónuveirunnar en eftir að samkomubanni var aflétt hafa nokkur börn haldið upphaflegum áætlunum.

Innlent
Fréttamynd

Fermingarterta skreytt með gulli

Berglind Hreiðarsdóttir hefur haldið úti glæsilegri bloggsíðu þar sem sjá má gullfallegar tertur. Berglind bauð upp á gulltertu í fermingu dóttur sinnar og gefur hér uppskriftina að henni.

Lífið
Fréttamynd

Nú eru það gulltennur í fermingargjöf

Á sunnudag var opnuð á Instagram skartgripabúðin Reykjavík grillz þar sem seldir eru handgerðir skartgripir. Búðin sérhæfir sig í svokölluðum grillz, eins konar tannskarti.

Lífið
Fréttamynd

Skuldsetja sig vegna ferminga

Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar.

Innlent
Fréttamynd

Fermingum hefur fækkað um rúma tíund

Á sex árum hefur fermingum í þjóðkirkjunni fækkað um tólf prósent. Í aðeins sjö kirkjum af 47 í óformlegri könnun hafði fermingarbörnum fjölgað á milli ára. Prestur bendir á fjölgun innflytjenda.

Innlent
Fréttamynd

Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið

Dæmi eru um það að prestar og kirkjuverðir gefi ekki út reikninga og þiggi reiðufé fyrir athafnir. Formaður Prestafélags Íslands segir slík tilfelli fá en þau eru litin alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu fermingar vetrarins

Í dag er skírdagur en þá minnast kristnir menn þess er Kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Um er að ræða almennan frídag og nýta margir fríið í að fara á skíði, nú eða til að sækja guðsþjónustur. Víða á Vestfjörðum er messað í dag en tvær fermingar messur eru á norðanverðum Vestfjörðum. Á Ísafirði fermast sjö börn í fermingarguðsþjónustu sem hefst kl. 14.00. Í Hólskirkju í Bolungarvík fermast tvö börn og hefst guðsþjónustan kl. 11.00.

Austurlandið.is
Fréttamynd

Fjölbreytileiki í fermingargreiðslum

"Nú fer að líða að fermingum 2013 og mjög spennandi tímar framundan hjá fermingarbörnum. Þetta er aldurinn sem þau vita hvað þau vilja og sem betur fer er enginn eins," segir Helena Hólm hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu Stubba-lubbar spurð út í fermingargreiðslurnar hjá stúlkum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vinsælar gjafir fyrri tíma

Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni.

Lífið