Fermingar

Fréttamynd

Fann ástina fjór­tán ára gömul í fermingar­veislu

Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman.

Lífið
Fréttamynd

Fermingar­börn í mikilli ó­vissu annað árið í röð

Vegna nýrra sóttvarnareglna sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti er óvíst hvort verði úr fermingum á næstunni. Fermingartíminn er við það að hefjast en pálmasunnudagur er 28. mars, næsta sunnudag. Prestur í Laugarneskirkju segir allar fermingar sem fara áttu fram á næstunni frestast þar sem öll fermingarbörn kirkjunnar séu nú í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar

Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D.

Innlent
Fréttamynd

Sex fermdust í Guðríðarkirkju í dag

Flestum fermingum þessa árs hefur verið frestað til haustsins vegna kórónuveirunnar en eftir að samkomubanni var aflétt hafa nokkur börn haldið upphaflegum áætlunum.

Innlent
Fréttamynd

Fermingarterta skreytt með gulli

Berglind Hreiðarsdóttir hefur haldið úti glæsilegri bloggsíðu þar sem sjá má gullfallegar tertur. Berglind bauð upp á gulltertu í fermingu dóttur sinnar og gefur hér uppskriftina að henni.

Lífið
Fréttamynd

Nú eru það gulltennur í fermingargjöf

Á sunnudag var opnuð á Instagram skartgripabúðin Reykjavík grillz þar sem seldir eru handgerðir skartgripir. Búðin sérhæfir sig í svokölluðum grillz, eins konar tannskarti.

Lífið
Fréttamynd

Skuldsetja sig vegna ferminga

Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.