Ætlar þú að gefa bestu fermingargjöfina? Hildur Mist Friðjónsdóttir skrifar 21. mars 2024 10:30 Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar. Allt í kringum okkur sjáum við auglýsingar um fermingargjafir ársins. Verslanir keppast við að markaðssetja ferminguna og markaðsöflin hafa átt töluverðan þátt í því að fermingargjafir og fermingarveislur hafa orðið íburðarmeiri með árunum. Ferming er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og markar nýtt upphaf, alveg eins og vorið. Fermingarbörnin ganga í fullorðinna manna tölu og taka fyrstu skrefin í átt að framtíðinni. Foreldrar, fjölskylda, vinir og vandamenn óska einskis heitar en að þessara fermingarbarna bíði björt framtíð. Burtséð frá því hvað er í pakkanum sem við gefum fermingarbörnunum á sjálfan fermingardaginn þá er gott að staldra við og hugsa hvernig framtíð við erum að skapa fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma. Eru óskir um bjarta framtíð bara innantóm orð rituð á skjannahvít fermingarkort eða er eitthvað meira á bakvið þau? Felst ekki töluverð ábyrgð í þessum orðum? Við lifum á tímum hamfarahlýnunar og ástandið er háalvarlegt. Það er í okkar höndum að búa komandi kynslóðum í haginn og tryggja þeim örugga framtíð. Á næstu árum og áratugum munum við þurfa að takast á við umfangsmestu áskoranir mannkyns, loftslagsbreytingar. Um heim allan munu öfgar í veðurfari aukast og hafa bein áhrif á lífsgæði fjölmargra. Ákvarðanir sem við tökum í dag og á næstu árum munu hafa mikið að segja um hversu alvarleg áhrifin verða. Gefum börnunum okkar bestu gjöfina með því að breyta hugarfari og venjum í okkar eigin lífi en ekki síður í störfum okkar, þar sem ákvarðanir þar hafa oft enn meira vægi fyrir umhverfið. Göngum um náttúruna og auðlindir jarðar af virðingu í þágu bjartari framtíðar. Það er fermingargjöf ársins 2024. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fermingar Börn og uppeldi Umhverfismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar. Allt í kringum okkur sjáum við auglýsingar um fermingargjafir ársins. Verslanir keppast við að markaðssetja ferminguna og markaðsöflin hafa átt töluverðan þátt í því að fermingargjafir og fermingarveislur hafa orðið íburðarmeiri með árunum. Ferming er stór áfangi í lífi hvers einstaklings og markar nýtt upphaf, alveg eins og vorið. Fermingarbörnin ganga í fullorðinna manna tölu og taka fyrstu skrefin í átt að framtíðinni. Foreldrar, fjölskylda, vinir og vandamenn óska einskis heitar en að þessara fermingarbarna bíði björt framtíð. Burtséð frá því hvað er í pakkanum sem við gefum fermingarbörnunum á sjálfan fermingardaginn þá er gott að staldra við og hugsa hvernig framtíð við erum að skapa fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma. Eru óskir um bjarta framtíð bara innantóm orð rituð á skjannahvít fermingarkort eða er eitthvað meira á bakvið þau? Felst ekki töluverð ábyrgð í þessum orðum? Við lifum á tímum hamfarahlýnunar og ástandið er háalvarlegt. Það er í okkar höndum að búa komandi kynslóðum í haginn og tryggja þeim örugga framtíð. Á næstu árum og áratugum munum við þurfa að takast á við umfangsmestu áskoranir mannkyns, loftslagsbreytingar. Um heim allan munu öfgar í veðurfari aukast og hafa bein áhrif á lífsgæði fjölmargra. Ákvarðanir sem við tökum í dag og á næstu árum munu hafa mikið að segja um hversu alvarleg áhrifin verða. Gefum börnunum okkar bestu gjöfina með því að breyta hugarfari og venjum í okkar eigin lífi en ekki síður í störfum okkar, þar sem ákvarðanir þar hafa oft enn meira vægi fyrir umhverfið. Göngum um náttúruna og auðlindir jarðar af virðingu í þágu bjartari framtíðar. Það er fermingargjöf ársins 2024. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar