Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið

Fréttamynd

Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll

Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja.

Innlent
Fréttamynd

Píratakafteinn býður Guðrúnu Bryndísi um borð

Halldór Auðar Svansson, kafteinn Pírata í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann lýsir yfir eftirsjá af góðum frambjóðanda í sveitarstjórnarkosningunum, og á þar við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang

Brösuglega hefur gengið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík að ná saman lista til borgarstjórnar. Aukakjördæmaþingi hefur verið frestað tvívegis, þann 5. apríl og 24. apríl. Þriðja tilraun til aukakjördæmaþings verður þann 29. apríl næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík

Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg.

Innlent
Fréttamynd

Leita enn að nýjum oddvita

Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga.

Innlent
Fréttamynd

Neslistanum stillt upp

Listinn er skipaður átta konum og sex körlum. Yngsti frambjóðandinn er átján ára en sá elsti á sjötugsaldri.

Innlent
Fréttamynd

Sniðganga lög og reglur til að koma Guðna í oddvitasætið

Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík segir að lítill hópur innan flokksins hafi ákveðið að sniðganga lög og reglur til að fá Guðna Ágústsson í oddvitasætið. Hún segir að ítrekað hafi verið þrýst á sig að hætta og segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist um gamaldags stjórmál og þrönga hagsmuni.

Innlent