Landsdómur

Fréttamynd

Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar

Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar friðhelgir eftir ummæli um Landsdóm

Ummæli stjórnmálamanna um Landsdóm taka stjórnskipulega ábyrgð ráðherra úr sambandi meðan ekkert kemur í staðinn, segir prófessor í stjórnskipunarrétti. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar tekur undir og segir hina pólitísku

Innlent
Fréttamynd

Pólitíkin skilar auðu um ráðherraábyrgð og Landsdóm

Engin umræða hefur farið fram á vettvangi stjórnmálanna um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Landsdóm. Þegar lög um Landsdóm og lög um ráðherraábyrgð voru sett taldi löggjafinn nauðsynlegt að fjalla um refsiábyrgð ráðherra fyrir sérdómstól vegna þeirrar sérstöðu sem störf ráðherra hefðu og að þeir gætu orðið sekir um misferli sem kæmi tæplega til álita hjá öðrum opinberum starfsmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Réttlæti að utan?

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki brotið á Geir H. Haarde við málsmeðferð í máli Geirs fyrir landsdómi. Geir var dæmdur í landsdómi fyrir embættisafglöp í aðdraganda bankahrunsins árið 2008.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vill að þingið álykti að rangt hafi verið að ákæra Geir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þegar Alþingi kemur saman á ný um að þingið álykti að það hafi verið rangt að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í landsdómsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Geir tapaði í Strassborg

Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Síðbúið réttlæti

Í endurreisnarstarfinu eftir hrun var feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í vikunni um Landsdóm sem kallaður var saman í fyrsta og eina skiptið til að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um embættisathafnir hans í aðdraganda efnahagshrunsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Feigðarflan og frjáls vilji

Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið "feigð­ar­flan að nýta forn og úrelt ákvæði um Lands­dóm“.

Skoðun
Fréttamynd

Skipti um síma til að hljóðrita samtalið

Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.