Sjúkratryggingar

Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu vegna lokunar þjónustumiðstöðvar Sjúkratrygginga á föstudögum.

Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar
Umboðsmaður Alþingis segir að við meðferð kvartana hjá embættinu hafi orðið vart við tilvik þar sem ákvarðanir stofnana séu ekki undirritaðar af starfsmönnum.

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi.

Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands
Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna.

Heilbrigðiskerfið þarf stjórnvöld með bein í nefinu
Heilbrigðiskerfið okkar stendur á tímamótum. Á síðustu árum hafa sérhagsmunir, ekki síst sjálfstætt starfandi lækna, náð sífellt meiri áhrifum í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands.

Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs
Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild.

Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar
Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira.

Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík
Ríkisendurskoðun telur að samningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf og hagsmunum heilbrigðisþjónustunnar.

Breytingar á lögum um sjúkratryggingar mismuni eftir efnahagsstöðu
Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra.

Heilbrigðiskerfið í bakkgír
Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð.

Þrjú ár fyrir að svíkja út 156 milljónir og leggja inn á fjölskylduna
Berglind Elfarsdóttir fyrrverandi verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Meiri hluti dómsins, eða 33 mánuðir af 36, er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum
Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum í ljósi þess að Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka niðurgreiddum aðgerðum einkarekinnar stofu vegna sjúkdómsins. Samtökin skora á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða ákvörðunina og óska eftir auknu samráði í mótun á þjónustu.

„Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu“
Heilbrigðisráðuneytið hefur gert Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina í Ármúla um að framkvæma hundrað aðgerðir á árinu vegna endómetríósu. Það eru um helmingi færri en árið áður. Skurðlæknir hjá Klíníkinni sem framkvæmir slíkar aðgerðir segir ákvörðunina lengja biðlista til muna.

Tvöfalt fleiri Parkinson-sjúklingar eftir fimmtán ár
Í nýrri skýrslu kemur fram að Íslendingar með Parkinson verði tvöfalt fleiri eftir fimmtán ár. Þá muni árlegur beinn kostnaður ríkisins vegna sjúkdómsins fara úr fimm milljörðum króna í tíu milljarða.

Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga
Alma Möller, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Íslands. Breytingin er sögð í samræmi við stefnu stjórnvalda um að einfalda yfirstjórn stofnana og hagræða í ríkisrekstri.

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári.

Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök
Sjúkratryggingar Íslands segjast harma að upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu hafi fyrir mistök verið sendar til heilbrigðisstarfsfólks og þjónustuþega. Málið sé litið alvarlegum augum og búið sé að greina hvað gerðist og gera viðeigandi ráðstafanir.

Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar
Á næstu mánuðum mun Rauði krossinn á Íslandi fá afhenta 25 nýja sjúkrabíla. Um er að ræða sautján svokallaða van-sjúkrabíla eins og þegar þekkjast á götum landsins og átta svokallaða box-bíla, það er sjúkrabíla með kassa. Þetta er í fyrsta sinn sem box-bílar eru keyptir hingað til lands í kjölfar útboðs.

Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður
Jafnt aðgengi fyrir alla óháð efnahag er lykilatriði í stefnu stjórnvalda varðandi heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Gjaldskrár eru samræmdar og skjólstæðingar finna engan mun á buddunni milli rekstraraðila sem eru að vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eða í hinu almenna opinbera kerfi.

Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra
Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig.

Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna
Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands hefur verið ákærð fyrir að koma því til leiðar að stofnunin greiddi eiginmanni hennar og tveimur sonum alls 156 milljónir króna. Synirnir sæta einnig ákæru fyrir peningaþvætti en þeir millifærðu þorra fjárins inn á reikninga móður sinnar.

Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins
Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina.

Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa
Forstjóri flugfélagsins Play furðar sig á því að Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki virkjað rammasamning við félagið, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Sjúklingar sem vilja heldur fljúga með Play þurfa að leggja út fyrir sínum miðum, sem þarf ekki að gera ef flogið er með Icelandair.

Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð
Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins leggur til að fleiri heilbrigðisstéttum verði heimilt að gefa út vottorð í einstaka tilfellum og að dregið verði úr óþörfum vottorðaskrifum vegna stuttra veikindafjarvista frá skóla eða vinnu.

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila
Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur á 80 til 150 rýma hjúkrunarheimilum. Í tilkynningu segir að um sé að ræða minnst þrjú ný hjúkrunarheimili sem eigi að taka til starfa á næstu árum. Þau verða staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Ekki liggur fyrir að svo stöddu nákvæmur fjöldi rýma eða nákvæm staðsetning heimilanna.

Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það?
Þann 18. nóvember s.l. skrifaði María Mjöll Björnsdóttir starfandi sálfræðingur á Landspítala grein þar sem hún benti á bág kjör sem sálfræðingum Landspítala bjóðast. Við undirritaðar tökum undir skrif hennar og hvetjum stjórnvöld til að bæta úr þessu.

Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri
Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu.

Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt drög að nýrri reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir, sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi
Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi.

Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum
Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landspítalans um að rukka íslenska konu um 1,3 milljónir króna vegna dvalar hennar og þjónustu sem hún þáði vegna veikinda á Landspítalanum í sumar. Konan var með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún veiktist hér á landi og var ekki tryggð hjá Sjúkratryggingum Íslands.