Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar 23. ágúst 2025 10:02 Við Íslendingar viljum sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, það sýna fjölmargar rannsóknir. Einkaaðilar bera þó uppi umtalsverðan hluta heilbrigðiskerfisins í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Samspil einkareksturs og opinbers reksturs í heilbrigðisþjónustu er flókið úrlausnarefni sem huga þarf mun betur að. Útvistun á forsendum almannahags Kostir þess að útvista þjónustu til einkaaðila eru t.d. aukið aðgengi að þjónustu, valfrelsi sjúklinga og starfsfólks auk þess sem nýta má einkarekstur til að létta álagi af opinbera kerfinu, forgangsraða og hagræða. Meginhættan við útvistun heilbrigðisþjónustu er veiking opinbera kerfisins, t.d. þegar einkarekstur dregur til sín sérhæft starfsfólk. Ein af meginreglum við samningsgerð Sjúkratrygginga er að gæta þess að ekki sé dregið úr hæfni opinberra stofnana til að veita þjónustu. Þetta ákvæði er tekið alvarlega og leita Sjúkratryggingar leiða til að lágmarka áhrif samninga við einkaaðila á starfsemi heilbrigðisstofnana ríkisins. Þetta er ekki einfalt enda leiðir af sjálfu sér að þjónustuveitendur keppa um sama starfsfólkið. Við útvistun er líka ákveðin hætta á óhagræði þegar þjónustan dreifist á of marga aðila auk þess sem dæmin sýna að umfangsmikill einkarekstur í heilbrigðiskerfi eykur ójöfnuð. Mikilvægast er að útvistun sé á forsendum hins opinbera þegar þjónustan er greidd með skattfé. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 er að landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar heilbrigði. Veita þarf rétta þjónustu, á réttan hátt, á réttum tíma. Víða hefur vantað á að þjónustan sé veitt tímanlega. Biðlistar hafa verið allt of langir, bæði eftir skurðaðgerðum sem og annarri þjónustu. Þegar þannig háttar til finna hlutir sér farveg og hætta er á að þjónustan þróist með tilviljanakenndum hætti, án stýringar af hálfu hins opinbera sem þó greiðir fyrir þjónustuna. Þessu vil ég breyta. Skipuleggja þarf kerfið í heild, horfa til langs tíma og sérstaklega þarf að horfa til samspils opinbera og einkarekna kerfisins. Samningar um skurðaðgerðir Nýverið undirrituðu Sjúkratryggingar Íslands, Klíníkin Ármúla ehf. og Stoðkerfi ehf. í samstarfi við Læknahúsið DEA Medica, samninga um framkvæmd skurðaðgerða til þriggja ára. Samningarnir fela í sér 1.000 aðgerðir á ári, þar af um 600 liðskiptaaðgerðir, um 170 bakaðgerðir, 170 kviðsjáraðgerðir og 60 brjóstaminnkunaraðgerðir. Meginmarkmið samninganna er að stytta bið sjúklinga eftir aðgerðum en biðtími hefur verið of langur þrátt fyrir umfangsmikla umbótavinnu innan opinbera kerfisins. Í samningunum er nú sú nýlunda að sérstaklega er kveðið á um að almennt skuli þeir sem framkvæma aðgerðir á grundvelli samningsins ekki gera sams konar aðgerðir án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Þannig er leitast við að koma í veg fyrir að hér myndist tvöfalt kerfi. Einnig er aukin áhersla á að tryggja jafnræði gagnvart sjúklingum, miðlægan biðlista og aukna skilvirkni biðlistafyrirkomulags sem og umfangsmikil og samræmd gæðaviðmið. Útvistun þessara aðgerða mun létta undir með sjúkrahúsunum þar sem álag er mikið. Samráð við Landspítala Landspítali er hryggjarstykkið í íslenskri skurðþjónustu. Þar hafa afköst aukist en anna þó ekki þörf. Til dæmis var ráðist í átak til að efla getu og skilvirkni er varðar liðskipti innan opinbera kerfisins (á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Sjúkrahúsinu á Akranesi) en þrátt fyrir það er biðtími enn of langur. Landspítali, heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands eiga reglubundna samráðsfundi m.a. um mál sem varða aðgerðir utan sjúkrahúsa. Sum þeirra verkefna sem samið var um eiga sér beinlínis rætur í óskum Landspítala um að biðlistar verði styttir og álagi létt af spítalanum með því að færa ákveðin verkefni frá honum, t.d. bakaðgerðir. Nýju samningarnir eru að mestu leyti í samræmi við sjónarmið Landspítala. Vissulega eru uppi álitaefni en ég mun leggja áherslu á að auka og dýpka samvinnu milli Sjúkratrygginga, Landspítala og annarra stofnana eftir atvikum, um þessi atriði. Samkvæmt 28. gr. laga nr. 40/2007 annast Sjúkratryggingar samningsgerð um heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt 31. gr. sömu laga er opinberum heilbrigðisstofnunum þó heimilt að gera samninga um afmörkuð rekstrarverkefni. Þannig getur t.d. Landspítali samið við einkaaðila í afmörkuðum tilvikum t.d. ef tímabundinn vandi væri uppi vegna aðstöðuleysis, tækjabilana eða skammtíma skorts á starfsfólki. Styrking Sjúkratrygginga Íslands Nýverið kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands. Þó margt hafi áunnist er varðar gæði í kaupum á heilbrigðisþjónustu hefur stofnunninni aldrei verið gert kleift að ná nauðsynlegum styrk til að verða sá sterki samningsaðili sem að var stefnt frá setningu laganna árið 2007. Á þetta hafa allir forstjórar bent, án þess að brugðist hafi verið nægilega við. Bæta þarf afl Sjúkratrygginga er varðar þarfagreiningu, kostnaðarmat, samningagerð og eftirlit. Áður en skýrslan kom út hafði ég tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýslu stofnunarinnar um 60 milljónir króna en kostnaðarmeta þarf frekari þörf vegna þeirra umbótaverkefna sem nauðsynlegt er að fara í. Innan heilbrigðisráðuneytisins er hafin markviss vinna í samræmi við niðurstöður skýrslunnar. Utanaðkomandi sérfræðingur mun veita mér ráð um hvernig styrkja megi stefnumótunar- og eftirlitshlutverk ráðherra sem og varðandi verkaskiptingu og ábyrgðarskil milli ráðuneytis og Sjúkratrygginga. Annar sérfræðingur vinnur með ráðuneytinu og Sjúkratryggingum að innkaupastefnu og bættum innkaupaferlum. Þá er löngu tímabært að styrkja stofnunina til að endurnýja tölvu- og upplýsingakerfi sín. Loks þarf að fara yfir lög og breyta þannig að stofnunin hafi þær heimildir sem hún þarf til að fá rækt hlutverk sitt. Að lokum Við gerð samninga við einkaaðila skulu hagsmunir sjúklinga, gæði þjónustu, skilvirkni og hagkvæmni vera í fyrirrúmi og áhersla lögð á samvinnu og samhæfingu milli opinbera og einkarekna kerfisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur segir um heilbrigðisþjónustu: „Áfram verður stuðst við fjölbreytt rekstrarform þó að þungamiðja þjónustunnar verði í opinberum rekstri“. Það er hagur okkar allra. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjúkratryggingar Landspítalinn Ríkisendurskoðun Alma D. Möller Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar viljum sterkt opinbert heilbrigðiskerfi, það sýna fjölmargar rannsóknir. Einkaaðilar bera þó uppi umtalsverðan hluta heilbrigðiskerfisins í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Samspil einkareksturs og opinbers reksturs í heilbrigðisþjónustu er flókið úrlausnarefni sem huga þarf mun betur að. Útvistun á forsendum almannahags Kostir þess að útvista þjónustu til einkaaðila eru t.d. aukið aðgengi að þjónustu, valfrelsi sjúklinga og starfsfólks auk þess sem nýta má einkarekstur til að létta álagi af opinbera kerfinu, forgangsraða og hagræða. Meginhættan við útvistun heilbrigðisþjónustu er veiking opinbera kerfisins, t.d. þegar einkarekstur dregur til sín sérhæft starfsfólk. Ein af meginreglum við samningsgerð Sjúkratrygginga er að gæta þess að ekki sé dregið úr hæfni opinberra stofnana til að veita þjónustu. Þetta ákvæði er tekið alvarlega og leita Sjúkratryggingar leiða til að lágmarka áhrif samninga við einkaaðila á starfsemi heilbrigðisstofnana ríkisins. Þetta er ekki einfalt enda leiðir af sjálfu sér að þjónustuveitendur keppa um sama starfsfólkið. Við útvistun er líka ákveðin hætta á óhagræði þegar þjónustan dreifist á of marga aðila auk þess sem dæmin sýna að umfangsmikill einkarekstur í heilbrigðiskerfi eykur ójöfnuð. Mikilvægast er að útvistun sé á forsendum hins opinbera þegar þjónustan er greidd með skattfé. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 er að landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar heilbrigði. Veita þarf rétta þjónustu, á réttan hátt, á réttum tíma. Víða hefur vantað á að þjónustan sé veitt tímanlega. Biðlistar hafa verið allt of langir, bæði eftir skurðaðgerðum sem og annarri þjónustu. Þegar þannig háttar til finna hlutir sér farveg og hætta er á að þjónustan þróist með tilviljanakenndum hætti, án stýringar af hálfu hins opinbera sem þó greiðir fyrir þjónustuna. Þessu vil ég breyta. Skipuleggja þarf kerfið í heild, horfa til langs tíma og sérstaklega þarf að horfa til samspils opinbera og einkarekna kerfisins. Samningar um skurðaðgerðir Nýverið undirrituðu Sjúkratryggingar Íslands, Klíníkin Ármúla ehf. og Stoðkerfi ehf. í samstarfi við Læknahúsið DEA Medica, samninga um framkvæmd skurðaðgerða til þriggja ára. Samningarnir fela í sér 1.000 aðgerðir á ári, þar af um 600 liðskiptaaðgerðir, um 170 bakaðgerðir, 170 kviðsjáraðgerðir og 60 brjóstaminnkunaraðgerðir. Meginmarkmið samninganna er að stytta bið sjúklinga eftir aðgerðum en biðtími hefur verið of langur þrátt fyrir umfangsmikla umbótavinnu innan opinbera kerfisins. Í samningunum er nú sú nýlunda að sérstaklega er kveðið á um að almennt skuli þeir sem framkvæma aðgerðir á grundvelli samningsins ekki gera sams konar aðgerðir án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Þannig er leitast við að koma í veg fyrir að hér myndist tvöfalt kerfi. Einnig er aukin áhersla á að tryggja jafnræði gagnvart sjúklingum, miðlægan biðlista og aukna skilvirkni biðlistafyrirkomulags sem og umfangsmikil og samræmd gæðaviðmið. Útvistun þessara aðgerða mun létta undir með sjúkrahúsunum þar sem álag er mikið. Samráð við Landspítala Landspítali er hryggjarstykkið í íslenskri skurðþjónustu. Þar hafa afköst aukist en anna þó ekki þörf. Til dæmis var ráðist í átak til að efla getu og skilvirkni er varðar liðskipti innan opinbera kerfisins (á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og Sjúkrahúsinu á Akranesi) en þrátt fyrir það er biðtími enn of langur. Landspítali, heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands eiga reglubundna samráðsfundi m.a. um mál sem varða aðgerðir utan sjúkrahúsa. Sum þeirra verkefna sem samið var um eiga sér beinlínis rætur í óskum Landspítala um að biðlistar verði styttir og álagi létt af spítalanum með því að færa ákveðin verkefni frá honum, t.d. bakaðgerðir. Nýju samningarnir eru að mestu leyti í samræmi við sjónarmið Landspítala. Vissulega eru uppi álitaefni en ég mun leggja áherslu á að auka og dýpka samvinnu milli Sjúkratrygginga, Landspítala og annarra stofnana eftir atvikum, um þessi atriði. Samkvæmt 28. gr. laga nr. 40/2007 annast Sjúkratryggingar samningsgerð um heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt 31. gr. sömu laga er opinberum heilbrigðisstofnunum þó heimilt að gera samninga um afmörkuð rekstrarverkefni. Þannig getur t.d. Landspítali samið við einkaaðila í afmörkuðum tilvikum t.d. ef tímabundinn vandi væri uppi vegna aðstöðuleysis, tækjabilana eða skammtíma skorts á starfsfólki. Styrking Sjúkratrygginga Íslands Nýverið kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands. Þó margt hafi áunnist er varðar gæði í kaupum á heilbrigðisþjónustu hefur stofnunninni aldrei verið gert kleift að ná nauðsynlegum styrk til að verða sá sterki samningsaðili sem að var stefnt frá setningu laganna árið 2007. Á þetta hafa allir forstjórar bent, án þess að brugðist hafi verið nægilega við. Bæta þarf afl Sjúkratrygginga er varðar þarfagreiningu, kostnaðarmat, samningagerð og eftirlit. Áður en skýrslan kom út hafði ég tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýslu stofnunarinnar um 60 milljónir króna en kostnaðarmeta þarf frekari þörf vegna þeirra umbótaverkefna sem nauðsynlegt er að fara í. Innan heilbrigðisráðuneytisins er hafin markviss vinna í samræmi við niðurstöður skýrslunnar. Utanaðkomandi sérfræðingur mun veita mér ráð um hvernig styrkja megi stefnumótunar- og eftirlitshlutverk ráðherra sem og varðandi verkaskiptingu og ábyrgðarskil milli ráðuneytis og Sjúkratrygginga. Annar sérfræðingur vinnur með ráðuneytinu og Sjúkratryggingum að innkaupastefnu og bættum innkaupaferlum. Þá er löngu tímabært að styrkja stofnunina til að endurnýja tölvu- og upplýsingakerfi sín. Loks þarf að fara yfir lög og breyta þannig að stofnunin hafi þær heimildir sem hún þarf til að fá rækt hlutverk sitt. Að lokum Við gerð samninga við einkaaðila skulu hagsmunir sjúklinga, gæði þjónustu, skilvirkni og hagkvæmni vera í fyrirrúmi og áhersla lögð á samvinnu og samhæfingu milli opinbera og einkarekna kerfisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur segir um heilbrigðisþjónustu: „Áfram verður stuðst við fjölbreytt rekstrarform þó að þungamiðja þjónustunnar verði í opinberum rekstri“. Það er hagur okkar allra. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar