Skoðun

Röð „tilviljana“?

Sigurður Pétursson skrifar

Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“



Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru.



„Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum.



Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum!



Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum.



Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins:



„Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“

Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×