Íslandsmótið í golfi

Fréttamynd

Úr­slitin ráðast á Ís­lands­mótinu: „Geta orðið miklar sviptingar“

Loka­dagur Ís­lands­mótsins í golfi er runninn upp og í dag verða krýndir nýir Ís­lands­meistarar í bæði karla- og kvenna­flokki. Keppnin er hörð, fá högg sem skilja á milli efstu kylfinga og hefur mótið gengið eins og í sögu að sögn Brynjars Eldon Geirs­sonar, fram­kvæmda­stjóra Golf­sam­bands Ís­lands.

Golf
Fréttamynd

Ragnhildur að síga fram úr öðrum keppendum

Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir keppnina í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi en hún er á fimm höggum undir pari nú á þriðja keppnisdegi og er tæplega hálfnuð með hring dagsins.

Golf
Fréttamynd

Andri leiðir hjá körlunum en Hulda og Ragn­hildur deila for­ystunni kvenna­megin

Langflestir kylfingar hafa nú lokið leik á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir á fjórum höggum undir pari, en í kvennaflokki eru þær Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur jafnar á toppnum.

Golf
Fréttamynd

Íslandsmótið hafið og kvennamet sett

Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag.

Golf
Fréttamynd

Perla Sól: „Markmiðið var að vinna mótið"

Perla Sól Guðbrandsdóttir fór með það að markmiði að vinna Íslandsmótið í golfi um nýliðna helgi þrátt fyrir að vera einungis 15 ára gömul. Það tókst hjá þessum frábæra kylfingi. 

Golf
Fréttamynd

Vallarmet og sviptingar á toppnum

Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Vestmannaeyjavelli. Sigurður Bjarki Blumenstein jafnaði vallarmetið í Eyjum á hring dagsins.

Golf
Fréttamynd

Ólafía nálgast Perlu | Spennandi lokadagur fram undan

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórgóðan hring á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum í dag. Lengi vel var útlit fyrir að hún tæki forystu en hún er aðeins höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól Sigurbrandsdóttur sem hefur leitt mótið frá fyrsta degi.

Golf
Fréttamynd

Perla Sól heldur forystunni

Perla Sól Sigurbrandsdóttir viðheldur forystu sinni á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Hún er með þriggja högga forystu.

Golf