Jöfn barátta á toppnum á Urriðavelli Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 16:07 Andri Þór Björnsson lék frábærlega fyrstu níu holurnar á Íslandsmótinu í dag. mynd/golf.is Stór hópur kylfinga hefur nú lokið eða er langt kominn með fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi, á Urriðavelli. Baráttan er jöfn á toppnum. Andri Þór Björnsson og Hákon Örn Magnússon, báðir úr GR, eru efstir þegar þetta er skrifað á -4 höggum, eftir 17 og 16 holur. Andri fékk heila fimm fugla á fyrri níu holunum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir á seinni hlutanum. Af þeim sem komnir eru í hús er Jóhannes Guðmundsson efstur á -3 höggum. Hann fékk sjö fugla á hringnum en einnig tvöfaldan skolla og tvo skolla. Guðmundur Rúnar Hallg´rimsson og Logi Sigurðsson luku deginum á -2 höggum, líkt og atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið fyrstu 15 holurnar á. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Kristján Þór Einarsson, er hins vegar í 35. sæti á +3 höggum eftir 15 holur, eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á fimmtándu holunni. Hjá konunum er engin búin með fyrsta hring en toppbaráttan jöfn og spennandi. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa leikið best eða á -1 höggi, eftir 15 holur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á pari eftir sama holufjölda, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrri níu holunum en svo fugla á 11., 14. og 15. holu. Stöðuna á mótinu má finna hér. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Andri Þór Björnsson og Hákon Örn Magnússon, báðir úr GR, eru efstir þegar þetta er skrifað á -4 höggum, eftir 17 og 16 holur. Andri fékk heila fimm fugla á fyrri níu holunum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir á seinni hlutanum. Af þeim sem komnir eru í hús er Jóhannes Guðmundsson efstur á -3 höggum. Hann fékk sjö fugla á hringnum en einnig tvöfaldan skolla og tvo skolla. Guðmundur Rúnar Hallg´rimsson og Logi Sigurðsson luku deginum á -2 höggum, líkt og atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið fyrstu 15 holurnar á. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Kristján Þór Einarsson, er hins vegar í 35. sæti á +3 höggum eftir 15 holur, eftir að hafa fengið tvöfaldan skolla á fimmtándu holunni. Hjá konunum er engin búin með fyrsta hring en toppbaráttan jöfn og spennandi. Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa leikið best eða á -1 höggi, eftir 15 holur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á pari eftir sama holufjölda, eftir að hafa fengið þrjá skolla á fyrri níu holunum en svo fugla á 11., 14. og 15. holu. Stöðuna á mótinu má finna hér.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira