Innblásturinn

Fréttamynd

Var alltaf feiminn í æsku

Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Finnur æðruleysi í lægðunum

Tónlistarmaðurinn, leikarinn og lífskúnstnerinn Júlí Heiðar átti öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári þegar hann sendi frá sér lagið Ástin heldur vöku sem sat meðal annars í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957. Hann var að senda frá sér lagið Hærra og nýtir tónlistina sem tjáningarform. Júlí Heiðar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Tónlist
Fréttamynd

„Lífið er núna, ekki í gær eða á morgun“

Mari Järsk er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hún hefur svo sannarlega skarað fram úr í hinum ýmsu hlaupum og er ein öflugasta hlaupakona landsins. Hún elskar tilveruna, lifir í augnablikinu, er móttækileg fyrir margbreytileika lífsins og segir fólkið sitt það dýrmætasta sem hún á. Mari Järsk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Ætlaði sér að verða lögfræðingur en fann ástríðuna annars staðar

Indíana Nanna Jóhannsdóttir stefndi á að verða lögfræðingur þegar lífið tók óvænta beygju og hún fann ástríðuna í óhefðbundinni styrktarþjálfun og pælingum um mataræði. Hún hefur nú haldið ýmis vinsæl námskeið um mataræði, hreyfingu og svefn þar sem hún leggur áherslu á það sem hún kallar ánægjulegar og raunhæfar leiðir. Indíana Nanna er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Hefur unnið sem fyrirsæta um allan heim

Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur ferðast um allan heim í starfi sínu sem fyrirsæta og gengið á tískupöllum fyrir risa á borð við Dior og Kenzo ásamt því að hafa setið fyrir í herferðum fyrir stórfyrirtæki á borð við Zöru og Bottega Veneta. Kristín Lilja er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“

Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er bestur“

Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“

Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Fallegt að geta horft á sjálfa mig á þennan hátt“

Katrín Myrra er mikill lífskúnstner sem hefur vakið athygli bæði sem tónlistarkona og jógakennari. Hún segir innblásturinn í lífi hennar yfirleitt tengjast lífinu sjálfu, leyfir sér að finna fyrir tilfinningum sínum og elskar bæði Britney Spears og pizzu. Katrín Myrra er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt en mikilvægt að taka athugasemdum ekki persónulega

Tónlistarkonan Guðlaug Sóley, þekkt undir listamannsnafni sínu Gugusar, skaust upp á stjörnuhimininn fyrir skömmu síðan og hefur spilað víðs vegar um landið. Gugusar elskar beyglur, umkringir sig góðu fólki og endar eiginlega alla daga í stúdíóinu sínu að semja tónlist. Gugusar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég gef ekki ráð“

Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Það er enginn að fara að lifa þessu lífi fyrir þig“

Helga Hvanndal Björnsdóttir er heimspekimenntaður landvörður sem býr yfir ólæknandi ferðaþrá og hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Á undanförnum árum hefur Helga Hvanndal verið búsett á ýmsum stöðum, erlendis og í afskekktri íslenskri náttúru, og segir morgunkaffið eina örugga fasta liðinn í hennar lífi. Hún starfaði sem sushi kokkur í dágóðan tíma áður en ævintýraþráin heltist yfir hana og segir bæði sushi og pizzu vera hennar uppáhalds mat. Helga Hvanndal er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Hlustar á það sem undir­með­vitundin segir

Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ekki svo löngu og á eitt vinsælasta rapplagið í dag, Ef þeir vilja Beef, þar sem hann rappar með Joey Christ. Daniil kann að meta hverja einustu stund lífsins og elskar pizzu en hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Finnst ekkert skemmtilegra en fáránlegar keppnir og áskoranir

Glódís Guðgeirsdóttir er 28 ára gamall lífskúnstner, jarðfræðingur, fimleikastelpa, móðir, vinkona og ýmislegt annað og lýsir sjálfri sér sem ofsalegri stemningskonu. Hún elskar góðan kaffibolla og kvöldsund og passar sig að fara reglulega út fyrir þægindarammann. Glódís er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég leyfi mér að dreyma“

Leikkonan og lífskúnstnerinn Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir sköpunargleði sína í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins og í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Vitjanir. Katla leyfir sér að dreyma, reynir alltaf að hafa eitthvað að gera og reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi. Katla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Margt verra en smá brussugangur“

Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Kokkur ársins: „Að fylgjast með árangri annarra ýtir mér áfram í að vilja ná árangri sjálfur“

Rúnar Pierre Heriveaux er yfirkokkur á veitingastaðnum Óx á Laugavegi 28 en þessi einstaki staður hefur meðal annars hlotið meðmæli frá Michelin. Rúnar, sem hefur mikla ástríðu fyrir matargerð, hlaut titilinn kokkur ársins síðastliðna helgi og hefur það verið markmið hans frá því hann byrjaði í kokkinum. Rúnar Pierre Heriveaux er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Maður myndi ekki kunna að meta það ef allt gengi upp“

Árni Páll Árnason er listamaður og rappari, þekktur undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör, og á að baki sér ótal marga smelli á borð við „Upp Til Hópa“ og „Já ég veit“. Árni er mikill fjölskyldumaður, tveggja barna faðir og nýtur lífsins edrú, eins og kemur gjarnan fram í textum hans. Árni Páll er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Besta ráðið kom frá laginu „Geðveikt Fínn Gaur“

Guðrúnu Ýr Eyfjörð, GDRN, er margt til listanna lagt en ásamt því að vera ein ástsælasta söngkona landsins er hún einnig leikkona sem fór með aðal hlutverk í Netflix seríunni Katla. Guðrún, sem er ófrísk af sínu fyrsta barni, hlakkar mikið til framtíðarinnar en passar að vera hamingjusöm í nú-inu. GDRN er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu

Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Minnir sig reglulega á að gjörsamlega allt er geranlegt

Ragga Hólm er ofurtöffari sem leggur mikið upp úr lífsgleðinni. Hún er tónlistarkona, útvarpskona og lífskúnstner og hefur hvað sérstaklega vakið athygli sem meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Tónlistin er hennar helsti innblástur í lífinu en Ragga er einmitt viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

„Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

„Ef ég er í kvíðakasti þarf ég að þrífa allt heima“

Patrekur Jaime Plaza skaust upp á íslenska stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum síðan sem raunveruleikastjarna í þáttunum Æði. Það er nóg að gera hjá Patreki þessa dagana þar sem hann er í óða önn við að taka upp fjórðu seríu af Æði ásamt því að njóta þess að vera til. Patrekur Jaime er er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
  • «
  • 1
  • 2