Vindmyllur í Þykkvabæ

Fréttamynd

Nær allir hlutar vindmyllunar endurunnir

Nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verður endurunnin, en næst á dagskrá er að búta hana niður og hreinsa svæðið. Fall vindmyllunar vakti mikla athygli í gær og létu landsmenn örlög myllunar sig varða.

Innlent
Fréttamynd

Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið

Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

„Það er mjög seigt í turninum“

Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun skoðar breytingar á Búrfellslundi til að mæta athugasemdum um sjónmengun

Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda

Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fresta máli um nýjar vindmyllur

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ.

Innlent
Fréttamynd

Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum

Biokraft ehf. vill reisa þrettán 149 metra vindmyllur norðan Þykkvabæjar þar sem tvær vindmyllur fyrirtækisins hafa framleitt rafmagn frá 2014. Uppsett afl verður 45 MW miðað við 1,2 MW í dag. Aflið er svipað og í Írafossvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Byggingarkostnaður 170 milljónum hærri en fasteignamat

Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmyllna sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Uppsveitamenn fara utan að skoða vindmyllur

Útsendarar sex sveitarfélaga á Suðurlandi fara til Noregs eða Skotlands að skoða vindmyllur til að marka stefnu um þær. Tvær stórar myllur, sem hafnað var í Vorsabæ vegna skorts á umgjörð þar, voru í staðinn reistar í næsta sveitarfélagi.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.