Jólasveinar

Opið bréf til jólasveinanna: Hættið að gefa í skóinn
Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir.

Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina
Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang.

Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna
Stúfur mælist nú í fyrsta sinn vinsælasti jólasveinninn í könnunum MMR, en fyrirtækið hefur kannað afstöðu landsmanna til bræðranna frá árinu 2015. Þvörusleikir nýtur minnstrar hylli.

Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“
Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara.

Fangar fengu kartöflu í skóinn
Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum.

Jólamolar: Jólasveinunum afhent snuðin og þar með var grátið öll jólin
Söngkonan Katrín Halldóra elskar jólin og gaf á dögunum út lagið Gleðileg jól. Þann 23. janúar verður hún með útgáfutónleika í Eldborgarsal Hörpu fyrir plötuna sína Katrín Halldora syngur lög Jóns Múla.

Ólasveinar BDSM-samtakanna vekja lukku: „Hlekkjastaur kom fyrstur“
Félagar í BDSM á Íslandi hafa lagað jólasveinaniðurtalningu að smekk sínum og hefur það vakið mikla lukku í þeim ranni.

Umhverfisvænir jólasveinar
Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna.

Jólasveinninn kominn með kærasta
Jólaauglýsing Norska póstsins hefur vakið mikla lukku. Auglýsingin segir frá ástarsambandi jólasveinsins og Harry, sem leikinn er af Johani Ehn.

Jólasveinninn gæti lent í vandræðum
Jólasveinum er vandi á höndum víða um Evrópu vegna mikilla verðhækkana á leikföngum. Og ekki aðeins er dótið dýrara, heldur er vöruskortur líka farinn að bíta leikfangaverslanir.