Umhverfisvænir jólasveinar Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa 29. nóvember 2021 15:00 Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umhverfismál Jólasveinar Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar