Blóðmerahald

Fréttamynd

Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt

Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla.

Innlent
Fréttamynd

Fleipur á for­síðu Frétta­blaðsins

Fréttablaðið blés upp í dag á forsíðu sinni sérkennilegri lögskýringu einstaklings úti í bæ sem fullyrðir að starfsemi Ísteka sé ólögmæt og hafi verið frá 2020.

Skoðun
Fréttamynd

Stangast blóðtaka úr merum á við lög?

Í tilefni af þeirri umræðu sem verið hefur um blóðmerar undanfarið misseri, hafa vaknað spurningar um hvort þessi iðja stenst gildandi lög. Hér verða reifaðar nokkur álitamál um blóðmeraiðnaðinn og lagaleg sjónarmið.

Skoðun
Fréttamynd

Blóðmerar og ímynd Íslands

Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds.

Skoðun
Fréttamynd

Blóðpeningar

Töluvert hefur verið til umfjöllunar sú iðja að taka blóð úr fylfullum merum í þeim tilgangi að búa til hormón sem m.a. notað er til að auka frjósemi gylta. Í heimildaþætti sem sýndur var í Þýskalandi var farið ítarlega yfir þetta mál þar í landi. Hormón sem er búið til á Íslandi úr blóði fylfullra hryssa er einmitt notað í svínarækt á meginlandinu.

Skoðun
Fréttamynd

Dýrin og við

Það er þannig um margt, að eitthvað sérstakt þarf að gerast, til að menn átti sig á eðli og stöðu mála. Oft þarf eitthvað nýtt og óvenjulegt að koma til, til að menn opni augun fyrir ákveðnum - kannske vondum og krítískum, en mögulega líka góðum og gæfulegum - málum, sem þó hafa blasað við eða mátt blasa við lengi.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir 40 árum síðan

Árið er 1982 þá var auglýst eftir „fóstrum“ í störf á leikskólum, búðin Adam auglýsti Lee Cooper fötin vinsælu til sölu, viðtöl í Tímanum við hetjur sem helltu niður áfengi og gengu á milli bæja til að leita af bruggi þegar áfengi var bannað, í þá daga var nefnilega bjórbann. Bann við sölu á bjór var ekki afnumið fyrr en sjö árum síðar.

Skoðun
Fréttamynd

Inga Sæland, ástir og örlög

Síðastliðið ár hefur alþingismaðurinn Inga Sæland, hamast gegn einni starfsgrein í íslenskum landbúnaði, sem kallast blóðmerahald. Statt og stöðugt heldur hún því fram að níðst sé á hryssunum í þessum búskap, þær séu svo villtar og hræddar við fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi

Sæl Inga. Ég er ungur hrossabóndi, hef ekki verið talinn til efnamanna og verð það trúlega aldrei. Síðastliðin ár hafa ekki verið landbúnaðinum hagfelld, afurðaverð lágt og hefur engan veginn haldið í við verðlagsþróun. Ég keyri ekki um á nýjum Land cruiser heldur klæðist ég gömlum stígvélum og rifinni úlpu við mitt brauðstrit, hef ekki ráð á öðru.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Ingu Sæ­land

Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­lits­gerð um heildar­blóð­magn ís­lenska hestsins, magn og tíðni blóð­töku og mögu­leg á­hrif hennar á fyl­fullar hryssur, út frá sjónar­miðum dýra­lækna­vísinda og dýra­verndar

Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Búin að skipa starfs­hóp til að skoða blóð­mera­hald

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Mun hópurinn hefja störf á næstu dögum en honum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kringum hana.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif blóðgjafar á hryssur

Forveri Ísteka ehf., lyfjaheildsölufyrirtækið G. Ólafsson hf., hóf söfnun á blóði úr fylfullum hryssum á grundvelli rannsókna sem gerðar voru í lok 8. áratugar seinustu aldar og byrjun þess níunda. Þessar rannsóknir voru birtar árið 1982 og hafa verið endurteknar reglulega hjá Ísteka frá upphafi. Niðurstöður rannsóknanna á áhrifum blóðgjafanna á hryssur og folöld benda ekki til neinna neikvæðra áhrifa á heilsufar þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Um siðferði blóðmerahalds

Í siðferðilegu tilliti skiptir mestu máli hvort þau dýr sem eru til ýmissa nytja manna séu ekki látin endurtekið og markvert þjást fyrir markmiðið. Dýr eru ekki lengur talin skynlaus og gleymin tæki manna líkt og lengi var haldið fram.

Skoðun
Fréttamynd

Lyfja­efni Ís­teka gagnast m.a. við vernd villtra dýra

Í grein minni sem birtist hér á Vísi 19. desember sl. skrifaði ég m.a. um tiltekin frávik á dýravelferð sem uppgötvuðust nýlega á tveimur bæjum við blóðtöku úr hryssum. Ísteka brást þegar í stað við, m.a. með uppsögn samninga og innleiðingu umbótaáætlunar Ísteka.

Skoðun