Áfellisdómur ESA og blóðmerar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. maí 2023 13:01 Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun