Reglur um blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 13. október 2023 09:30 Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra).
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun