Hlaup í Skaftá

Fréttamynd

Ferðamenn fengu nokkrar mínútur til að forða sér

Skaftárhlaup hefur haft mikil áhrif á ferðalanga á svæðinu frá því það hófst. Hópur í hestaferð þurfti að yfirgefa Hólaskjól á föstudagskvöldið á nokkrum mínútum eftir að brennisteinsmælir fór í gang. Skilja þurfti sextíu hesta eftir um tíma.

Innlent
Fréttamynd

Rennsli eykst hratt í Skaftá

Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Eldvatn ógnar kirkjugarði

Aðkallandi er að skrá, rannsaka og varðveita fornminjar á bökkum Eldvatns. Verið er að vinna viðbragðs­áætlun á hamfarasvæðinu. Þrjár bæjartóftir í bráðri hættu. Það á einnig við um gamlan kirkjugarð á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Munurinn mælist í milljónum tonna

Magn flóðvatnsins sem ruddist til sjávar í síðasta Skaftárhlaupi er metið á milli 300 og 400 milljónir tonna. Flatarmál ketilsins mælist nú 7-10 ferkílómetrar en var fjórir ferkílómetrar þegar síðast hljóp árið 2010.

Innlent
Fréttamynd

Ísland lifandi tilraunastofa í þrjú ár

Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt víðtækar jarðvísindarannsóknir á Íslandi um tæpar 850 milljónir króna. Yfir hundrað vísindamenn frá tíu löndum koma að verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið

Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið óð yfir þúsundir hektara lands

Nokkur hundruð hektarar af uppgræðslusvæðum bænda og Landgræðslunnar fóru undir jökuleðju og sand í Skaftárhlaupinu á ­dögunum. Enn er erfitt að meta skaðann. Skemmdir á flóðavörnum minni en óttast var.

Innlent