Að deyja á geðdeild Sigríður Gísladóttir og Grímur Atlason skrifa 30. júní 2023 09:02 Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun