Morðið á Hannesi Þór Helgasyni

Fréttamynd

Farið fram á lengri gæslu

Farið verður að öllum líkindum fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið yfir Gunnari Rúnari rennur út í dag.

Innlent
Fréttamynd

Morð í Hafnarfirði: Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna

Lögregla bíður enn eftir niðurstöðum úr sýnatöku af vettvangi í tengslum við morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Fjölmörg sýni voru send til Svíþjóðar til rannsóknar en að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjónus vonast hann eftir niðurstöðu í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Unnusta Hannesar: Játning Gunnars gríðarlegt áfall

„Ég er búin að vera að bíða eftir niðurstöðum úr þessu máli, hvort sem þetta hafi verið Gunnar eða einhver annar, en þetta eru þær verstu sem gátu verið," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst. Hún er einnig æskuvinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, 23 ára gamals karlmanns, sem hefur nú játað á sig morðið. „En auðvitað er ég ánægð að það séu komin málalok."

Innlent
Fréttamynd

Engin haldbær sönnunargögn önnur en játning

Engin haldbær óumdeild sönnunargögn virðast liggja fyrir í manndrápsmálinu í Hafnarfirði, sem lögregla er tilbúin að greina frá, önnur en játning Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Leit lögreglu að morðvopninu hefur engan árangur borið.

Innlent
Fréttamynd

Morðvopnið ófundið - ekki lengur í einangrun

Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið, að sögn Björgvins Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar

Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar segist hafa kastað hnífnum í höfnina

Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana hefur vísað lögreglunni á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann segist hafa kastað morðvopninu.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar játar

Gunnar Rúnar Sigurþórsson 23 ára gamall karlmaður úr Hafnarfirði hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst síðastliðinn. Hann játaði að hafa orðið honum að bana í gær og í dag. Hann var einn að verki.

Innlent
Fréttamynd

Lífsýnin skipta ekki sköpum í rannsókn lögreglu

Bráðabirgðaniðurstöður úr DNA rannsókn á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni eru ekki taldar skipta sköpum í rannsókn málsins. Frekari niðurstöður eru væntanlegar, svo sem á blóði sem fannst á skóm mannsins sem grunaður er um ódæðið.

Innlent
Fréttamynd

Hnífur fannst í garði - gæti verið morðvopnið

Fjölskylda í Setberginu í Hafnarfirði fann hníf í bakgarðinum sínum í gærkvöldi og kom í hendurnar á lögreglunni. Samkvæmt heimildum Vísis fann íbúi hnífinn og spurðist fyrir hjá nágrönnum hvort þeir könnuðust við hann.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla skoðar myndasafn í tengslum við morðið

Fáeinum dögum eftir morðið á Hannesi Þór Helgasyni fékk lögregla afrit af myndasafni Víkurfrétta frá fjölskylduhátíð í Vogum sem fór fram kvöldið fyrir morðið. Á einni myndanna sést Hannes Þór standa einn fyrir aftan unnustu sína. Víkurfréttir greina frá þessu í dag. Þar segir ennfremur að lögregla hafi fengið aðgang að myndunum „með það fyrir augum að finna hugsanlegan morðingja á myndunum."

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir Gunnar Rúnari

Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, 23 ára, sem grunaður er um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili hans aðfaranótt 15.ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður morðingi verður brátt yfirheyrður

Sakborningur í morðmálinu í Hafnarfirði verður tekinn til yfirheyrslu síðar í þessari viku, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Hinn grunaði situr í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Var með unnustu Hannesar um nóttina

Gunnar Rúnar Sigþórsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var með unnustu Hannesar nóttina örlagaríku. Hann var ekkert yfirheyrður um helgina

Innlent
Fréttamynd

Skófar og blóð ástæða gæsluvarðhalds

Skófar á vettvangi morðsins í Hafnarfirði og blóð á sem fannst á skóm Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, eru meginástæður þess að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Fundu blóð á skónum

Blóð fannst á skóm í eigu Gunnars Rúnars Sigurþórssonar samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag. Þar segist blaðið hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar neitar sök

Gunnar Rúnar Sigurþórsson neitar að hafa átt þátt í andláti Hannesar Þórs Helgason en Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald siðdegis í Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Rúnar leiddur fyrir dómara - myndband

Gunnar Rúnar Sigurþórsson var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness klukkan þrjú í dag. Þar var hann úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald sem rennur út 24. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald í fjórar vikur vegna gruns um að hafa átt aðild að andláti Hannesar Þórs Helgasonar, sem var myrtur á heimili sínu 15. ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Morðrannsókn: Húsleit hjá grunuðum manni

Húsleit var framkvæmd í gærkvöldi heima hjá grunuðum manni, sem var handtekinn og yfirheyrður vegna morðmálsins í Hafnarfirði stuttu eftir að morðið var framið. Þetta kemur fram á fréttamiðlinum Pressan.is.

Innlent