Íslenska óperan

Fréttamynd

Fagna nýju frum­varpi um Þjóðaróperu

Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, fagnar þeim merka áfanga í sögu sönglistar á Íslandi að fram sé komið frumvarp um Þjóðaróperu. Félagið lýsir eindregnum stuðningi við áform Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarráðherra, í frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

„Löngu tíma­bært að taka þetta skref“

„Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin.

Innlent
Fréttamynd

Sundrung og sam­skipta­leysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum

„Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“

Innlent
Fréttamynd

Óperudylgjur úr bergmálshelli og hálfkveðnar vísur

Ég hef reynt að halda mig til hlés í þeirri umræðu, sem sums staðar hefur fengið samheitið "gagnrýni á Íslensku óperuna" þótt um tvenns konar gagnrýni sé að ræða. Annars vegar er eðlileg, málefnaleg og nauðsynleg gagnrýni sem hefur fengið umræðu eins og hún tíðkast í opnu menningarsamfélagi. Sú umræða hefur haft sinn gang án þess að ég telji mig þurfa að taka opinberlega þátt.

Skoðun
Fréttamynd

Ópera - framtíðin er björt!

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um stöðu og framtíð óperulistformsins á Íslandi. M.a. var birt þann 13. september sl. skoðanagrein á Vísi eftir Sigurlaugu Knudsen Stefánsdóttur þar sem hún var þungt hugsi yfir framtíð óperu á Íslandi. Um leið og ég fagna allri umræðu um framtíð óperu og áhuga á listforminu þá langar mig að koma eftirfarandi á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum ekki að biðja um neina aukningu“

Óperustjóri Íslensku óperunnar segir stofnunina ekki vera að biðja um meira en hún hefur áður fengið. Upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneyti nefndi í gær sé misvísandi og dugi ekki til að halda rekstrinum gangandi.

Menning
Fréttamynd

Upp­hæð ráðu­neytisins dugi ekki

Íslenska óperan segir að sú upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að komi til stofnunarinnar fyrir rekstur í ár og á næsta ári muni ekkki duga til að halda stofnuninni starfandi. Íslenska óperan muni óhjákvæmilega leggjast af löngu áður en eitthvað annað geti tekið við.

Menning
Fréttamynd

Ekki verði skrúfað fyrir fjár­fram­lög fyrr en fram­tíðin er mótuð

Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar.

Menning
Fréttamynd

Garðar Cortes er látinn

Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga.

Menning
Fréttamynd

Segir út­skýringar óperu­stjóra hlægi­legar

Maður af asískum uppruna segir notkun á svo kallaðri „yellow face“ förðun hjá Íslensku óperunni kynda undir fordóma og segir útskýringar óperustjóra frá því í gær hlægilegar. Þá hefur leikari lýst því yfir að hann muni ekki fara í gervið í næstu sýningu.

Innlent
Fréttamynd

Racial Stereotypes in the Icelandic Opera

The state-funded Icelandic Opera has staged a production of “Madama Butterfly” from March 4- March 26. Written and composed by Puccini in 1904, this work centers around the relationship between a white US Naval officer and a 15-year old Japanese girl that he impregnates.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar hljóm­sveitinni og syngur óperu á sama tíma

Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma.

Menning
Fréttamynd

Stjórn Ís­lensku óperunnar hefur greitt Þóru

Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska óperan hyggst ekki á­frýja dómi Lands­réttar

Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 

Innlent
Fréttamynd

Íslenska óperan í fyrsta sinn á Akureyri

Íslenska óperan leggur land undir fót helgina 13.-14. nóvember þegar hún setur upp La Travita í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Það verður í fyrsta sinn sem ópera í fullri stærð er sett upp í höfuðstað Norðurlands.

Menning
  • «
  • 1
  • 2