Árás á bandaríska þinghúsið

Fréttamynd

„Ofbeldið var engin tilviljun“

Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 

Erlent
Fréttamynd

Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta.

Erlent
Fréttamynd

Dómari segir Greene ekki hafa tekið þátt í uppreisn

Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona, má bjóða sig fram til endurkjörs, samkvæmt dómara í Georgíu í Bandaríkjunum. Hópur kjósenda í kjördæmi hennar höfðu reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að höfða mál gegn henni.

Erlent
Fréttamynd

Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar

Upplýsingar um símtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á tæplega átta klukkustunda tímabili vantar inn í gögn Hvíta hússins frá deginum þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Þingnefnd sem hefur árásina á þinghúsið til rannsóknar kannar nú hvort Trump hafi notað aðrar og óformlegar leiðir til að ræða við starfsmenn sína og stuðningsmenn.

Erlent
Fréttamynd

Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Trump ætlar að náða ó­eirða­seggina ef hann vinnur

Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð.

Erlent
Fréttamynd

Hæstiréttur brást vonum Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir Trump halda hnífi að hálsi lýðræðisins

Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi forvera sinn í starfi, Donald Trump, harðlega í ræðu sem hann hélt í nótt. Ræðuna bar upp á ársafmæli árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington, þar sem fjöldi fólks ruddist inn og reyndi að koma í veg fyrir að kjör Bidens yrði staðfest.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir Trump ógn við lýðræðið

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Fara í hart gegn öfga­hópum vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Ríkissaksóknari Washington DC hefur höfðað mál gegn öfgahópunum Proud Boys og Oath Keepers vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Karl A Racine ætlar að nota lög sem samin voru til að sporna gegn Ku Klux Klan til að krefjast bóta frá samtökunum vegna þess skaða sem unninn var í árásinni og vegna árása á lögregluþjóna þann dag.

Erlent
Fréttamynd

„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi

Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump

Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar.

Erlent
Fréttamynd

Bann­on gefur sig fram við lög­reglu

Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Þingmenn vilja ákæra Bannon

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna.

Erlent
Fréttamynd

Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn

Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið.

Erlent
Fréttamynd

Þverpólitísk sátt um ávítur á hendur Bannon

Nefnd þingmanna úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem rannsakar uppþotið og árásina á þinghúsið í Washington í janúar hefur úrskurðað samhljóða að Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Dondalds Trump fyrrverandi forseta, hafi gerst sekur um að sýna þinginu óvirðingu.

Erlent
Fréttamynd

Það verða að vera afleiðingar segir refsiglaður dómari

Dómari í Washington-borg Bandaríkjanna hefur farið þá leið að dæma sakborninga sem ákærðir voru fyrir þátttökuí áhlaupinu á þinghús Bandaríkjanna í janúar til þyngri refsingar en ákæruvaldið hefur sóst eftir. Dómarinn segir að hegðun áhlaupsmanna verði að hafa afleiðingar.

Erlent
Fréttamynd

Trump krefst þess að komast aftur á Twitter

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar.

Erlent