Spænski boltinn

Fréttamynd

Cesc Fabregas hefur lagt skóna á hilluna

Hinn 36 ára gamli Cesc Fabregas, lék á ferli sínum fyrir Arsenal og Chelsea á Englandi en á Spáni lék hann fyrir uppeldisfélag sitt Barcelona. Einnig spilaði hann fyrir Monaco í Frakklandi. Hann var hluti af einu besta landsliði allra tíma er hann lék fyrir spænska landsliðið. Nú er ferli þessa snillings lokið því skórnir eru komnir á hilluna góðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea nælir í fram­herja Villareal

Framherjinn Nicolas Jackson hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea og styttist í að hann verði kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður liðsins. Talið er að samningur hans gildi til ársins 2031.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benítez tekur við Celta Vigo

Rafael Benítez, fyrrverandi þjálfari Liverpool, Newcastle United, Real Madríd og fleiri liða, er tekinn við liði Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Hann mun því ekki taka við Ítalíumeisturum Napoli eins og umræða var um.

Fótbolti
Fréttamynd

Bak­vörður Man United til Barcelona

Ona Batlle, hægri bakvörður Manchester United, hefur samið við Spánar- og Evrópumeistara Barcelona til ársins 2026. Samningur hennar við Man United rennur út í lok júnímánaðar og því fer hún frítt til Katalóníu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dreymir um að spila fyrir Real Madríd

Brasilíski framherjinn Richarlison fer ekkert í grafgötur með það að honum dreymi um að spila fyrir spænska stórveldið Real Madríd. Carlo Ancelotti, þjálfari framherjans þegar hann var hjá Everton, stýrir Real í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vinícius fetar í fót­spor Ron­aldo

Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior mun feta í fótspor Cristiano Ronaldo á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vini Jr., eins og hann er kallaður, mun nefnilega klæðast treyju númer 7 hjá stórveldinu Real Madríd.

Fótbolti