Greiðslumiðlun

Fréttamynd

Á­hættan af sam­bands­rofi við kerfi Nas­daq innan „á­sættan­legra marka“

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að áhættan af því að samband rofni við verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq, sem geymir nær öll íslensk verðbréf og er hýst í gagnaverum í Svíþjóð, sé innan „ásættanlegra marka“ eins og staðan er í dag. Ef stríðið í Úkraínu breiðist út gæti Seðlabankinn hins vegar þurft að endurmeta stöðuna.

Innherji
Fréttamynd

Tekur við stöðu for­stjóra Salt­Pay

Fjártæknifyrirtækið SaltPay hefur ráðið Jónínu Gunnarsdóttur sem forstjóra félagsins hér á landi. Hún tekur við stöðunni af Reyni Finndal Grétarssyni sem gegnt hefur starfi forstjóra síðan í ágúst en hann mun taka við starfi stjórnarformanns SaltPay.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn „töluverður kraftur“ í kortaveltu heimila

Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 82,3 milljörðum króna og jókst um 13 prósent frá sama mánuði í fyrra, sem er álíka vöxtur og var í janúar. Ef litið er aftur til febrúar 2020 nemur aukningin 4,5 prósentum. Þetta má lesa úr nýbirtum kortaveltugögnum Seðlabanka Íslands.

Innherji
Fréttamynd

Athugun fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay

Ákvörðun sektar upp á 44 milljónir króna í sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og SaltPay vegna brota félagsins á ákvæðum peningaþvættislaga var byggð á því að athugun eftirlitsstofnunarinnar leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay. Færsluhirðirinn hefur áður bent á að veikleikarnir tengist kerfum sem voru til staðar þegar félagið tók yfir Borgun vorið 2020.

Innherji
Fréttamynd

Rapyd tvöfaldaði hlutdeildina á tæpum tveimur árum

Færsluhirðirinn Rapyd hefur tvöfaldað markaðshlutdeild sína hér landi frá því að fyrirtækið kom inn á markaðinn með kaupum á KORTA fyrir tæpum tveimur árum síðan. Á sama tíma hefur markaðshlutdeild Saltpay, sem áður hét Borgun, dregist verulega saman.

Innherji
Fréttamynd

Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember

Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­bankinn í­trekar mikil­vægi inn­lendrar greiðslu­miðlunar

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bilun olli því að Master­card-kortum var hafnað

Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.