Greiðslumiðlun

Fréttamynd

Er­lend korta­velta aldrei verið meiri í septem­ber­mánuði

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í septembermánuði hefur aldrei verið hærri en í ár. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Seðlabankans um greiðslumiðlun sem birtar voru í dag. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var tæplega 27,7 milljarðar króna í mánuðinum.

Innherji
Fréttamynd

Hvað kostar það mig að nota peningana mína?

Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast.

Skoðun
Fréttamynd

Valitor komið á réttan kjöl eftir heljarinnar átak í miðjum heimsfaraldri

Viðamikil endurskipulagning á Valitor kom greiðslumiðlunarfyrirtækinu á réttan kjöl eftir áralangan taprekstur. Herdís Dröfn Fjeldsted, sem lætur af störfum um næstu mánaðamót, segir að sala á erlendri starfsemi, veruleg hagræðing á öllum sviðum og markviss stefnumótun hafi lagt grunninn að farsælli umbreytingu á rekstrinum.

Innherji
Fréttamynd

Samdráttur vegna erlendra færsluhirða

Mælanleg erlend kortavelta hefur dregist saman ef litið er til annarra ferðaþjónustufyrirtækja en bílaleiga, hótela og veitingastaða. Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar en kortavelta hefur verið ein helsta leiðin til þess að leggja mat á gengi ferðaþjónustunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Valitor tuttugufaldast milli ára

Valitor hagnaðist um 627 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins að því er kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka. Það er tuttugufalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu

Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni.

Skoðun
Fréttamynd

Ódýr og örugg notkun greiðslu­korta

Hvers vegna er notkun greiðslukorta og greiðslumiðlunar hér á landi margfalt dýrari fyrir okkur Íslendinga en íbúa hinna norrænu ríkjanna? Svarið er að það er að mestu vegna þess að greiðslulausnir okkar eru allar háðar erlendum aðilum. Heimildargjöf og uppgjör innlendra debetkorta fer fram erlendis. Þó kostnaður vegna íslensku krónunnar og færri íbúa spili einnig eitthvert hlutverk vegur hitt þyngra.

Skoðun
Fréttamynd

Svika­póstar sendir á Símnetnet­föng í nafni Borgunar

Mikið álag hefur verið á þjónustuveri SaltPay síðustu daga vegna símtala frá fólki sem hefur fengið tölvupósta og skilaboða frá svikahröppum. Ábendingarnar sem borist hafa síðustu daga nema hundruðum og hafa þær að stórum hluta borist frá fólki með netföng sem enda á @simnet.is.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækka há­­marks­hlut­fall fast­­eigna­lána fyrir fyrstu kaup­endur

Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Salt­Pay missti stóra kúnna og mikla hlut­deild til keppi­nauta

Stórir samningar um færsluhirðingu, meðal annars við smásölurisann Festi, færðust frá SaltPay til keppinautanna Valitor og Rapyd á seinni hluta síðasta árs. Sú staðreynd að markaðshlutdeild SaltPay hefur legið niður á við í samfellt þrjú ár var ein ástæða fyrir því að Samkeppniseftirlitið taldi samruna keppinautanna skaðlegan samkeppni án sérstakra skilyrða.

Innherji
Fréttamynd

Kvika fær fjórðung af markaðinum fyrir hverfandi litla greiðslu

Kvika banki greiðir hverfandi litla upphæð fyrir safn viðskiptasamninga, sem saman mynda um 25 prósenta hlutdeild á markaðinum fyrir færsluhirðingu hér á landi. Þetta má lesa úr tilkynningum Kviku og Samkeppniseftirlitsins sem voru sendar út í gær í tengslum við samþykki eftirlitsins á kaupum Rapyd á Valitor, dótturfélagi Arion banka.

Innherji
Fréttamynd

SKE heimilar kaup Rapyd á Valitor

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað sölu Arion banka á færsluhirðinum Valitor til Rapyd með því skilyrði að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka. Arion hefur jafnframt óskað eftir heimild til að hrinda 10 milljarða króna endurkaupaáætlun í framkvæmd.

Innherji
Fréttamynd

Sam­keppnis­eftir­litið sam­þykkir kaup Ra­pyd á Valitor

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða ís­lenskra króna. 

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.