Öryggismál að eiga reiðufé heima fyrir „ef í harðbakkann slær“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. júní 2025 21:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að unnið sé að því að tryggja varaleiðir í greiðslumálum svo Íslendingar séu ekki háðir útlöndum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir það öryggisatriði fyrir almenning að eiga reiðufé heima fyrir ef í harðbakkann slær. Hann segir ráðlegt að upphæðin dugi í það minnsta fyrir vikuinnkaupunum. Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“ Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“
Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira