Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar 15. maí 2025 12:02 Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Forðastu fjölfarna ferðamannastaði og flugvelli þegar gjaldeyrir er keyptur Þegar þú kaupir gjaldeyri selur bankinn eða söluaðilinn þér hann á sölugengi seðlagengis. Ef þú kýst að selja erlenda seðla eru þeir keyptir á kaupgengi seðlagengis. Athugaðu að kanna fyrst hvort sú mynt, sem þú hefur hug á að kaupa eða selja, er örugglega í boði hjá viðkomandi þjónustuaðila. Skoðaðu einnig vel hvaða gengi er í boði áður en erlendir seðlar eru keyptir því að kjörin geta verið mjög misjöfn. Allajafna er dýrt að kaupa seðla á flugvöllum, bæði hér heima og í útlöndum, og eins í „götubönkum“ erlendis. Oft bætast við þóknanir hjá slíkum aðilum sem eiga það til að vera mjög háar. Betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðkomandi löndum Ef þú átt erlendan gjaldeyri, t.d. Bandaríkjadali (USD) sem þú vilt skipta í evrur (EUR), er sennilega best fyrir þig að skipta dollurunum beint í evrur í evrulandinu því þá er einvörðungu USD/EUR gengi notað. Ef þessi skipti eru framkvæmd hér á landi (eða í landi sem er með annan gjaldmiðil en evru eða dollara) þarf alltaf fyrst að selja dollarana og kaupa íslenskar krónur sem svo þarf að selja aftur til að kaupa evrurnar. Þetta þýðir að greitt er tvisvar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. Því er betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðeigandi löndum. Jafnframt er rétt að forðast að skipta á flugvöllum eða fjölförnum stöðum þar sem það er oft mun dýrara. Líklega er hagstæðast að nýta bankaútibú ef kostur er. Þegar kort eru notuð erlendis er oftast hagstæðast að velja erlendu myntina Þegar verslað er erlendis með korti er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í kortaviðskiptum má finna á heimasíðu eða appi þess banka sem gefur út kortið. Þegar gengi er skoðað skal miða útreikning við kortagengi og sölugengi. Stundum er hægt að velja á milli þess að greiða í íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þú ert í þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram. Oftast er mun hagkvæmara að versla í erlendu myntinni. Hvernig er best að nýta hraðbanka Margir nýta sér hraðbankaþjónustu til að nálgast reiðufé erlendis. Gott er að hafa í huga að greiða þarf fyrir slíka þjónustu. Vel staðsettir hraðbankar á fjölförnum ferðamannastöðum eru yfirleitt dýrir og það á einnig við um hraðbanka á flugvöllum, bæði hér heima og erlendis. Hraðbankar í bankaútibúum eru oftast ódýrari og einnig öruggari kostur. Varast skal að greiða fyrir reiðufjárúttektina í íslenskum krónum án þess að kynna sér fyrst vel gengið sem hraðbankinn býður upp á. Hér gildir einnig að það er oftast mun dýrara að velja íslenskar krónur en erlendu myntina. Flestir bankar innheimta einnig gjald þegar kort frá þeim er notað til úttekta í hraðbanka. Það er til dæmis oft hagkvæmara að nota debetkortið en kreditkortið þegar taka á út pening í hraðbanka og jafnframt oft ódýrara að taka út stærri upphæð í einni færslu en margar litlar þar sem lágmarksþóknun er oft tekin fyrir hverja úttekt. Að lokum má benda á að ef þig vantar reiðufé hér innanlands er best að nota debetkort og hraðbanka þess banka sem gefur út debetkortið. Að jafnaði er ekkert gjald tekið af slíkum úttektum. Höfundur er vörustjóri korta hjá Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Ferðalög Greiðslumiðlun Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Víðast hvar má núorðið greiða með kortum og gjaldeyrir því nánast orðinn óþarfi á ferðalögum. Stundum er þó skynsamlegt að vera með gjaldeyri á sér til öryggis. Skemmst er að minnast óvænts rafmagnsleysis á Spáni og í Portúgal sem varð til þess að ekki var hægt að greiða með kortum. Einnig geta komið upp aðstæður þar sem kortið bara virkar ekki eða söluaðilar vöru eða þjónustu kjósa frekar að fá greitt í peningum, til að mynda leigubílstjórar eða veitingastaðir. Margir kjósa einnig að gefa þjórfé með peningum. Forðastu fjölfarna ferðamannastaði og flugvelli þegar gjaldeyrir er keyptur Þegar þú kaupir gjaldeyri selur bankinn eða söluaðilinn þér hann á sölugengi seðlagengis. Ef þú kýst að selja erlenda seðla eru þeir keyptir á kaupgengi seðlagengis. Athugaðu að kanna fyrst hvort sú mynt, sem þú hefur hug á að kaupa eða selja, er örugglega í boði hjá viðkomandi þjónustuaðila. Skoðaðu einnig vel hvaða gengi er í boði áður en erlendir seðlar eru keyptir því að kjörin geta verið mjög misjöfn. Allajafna er dýrt að kaupa seðla á flugvöllum, bæði hér heima og í útlöndum, og eins í „götubönkum“ erlendis. Oft bætast við þóknanir hjá slíkum aðilum sem eiga það til að vera mjög háar. Betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðkomandi löndum Ef þú átt erlendan gjaldeyri, t.d. Bandaríkjadali (USD) sem þú vilt skipta í evrur (EUR), er sennilega best fyrir þig að skipta dollurunum beint í evrur í evrulandinu því þá er einvörðungu USD/EUR gengi notað. Ef þessi skipti eru framkvæmd hér á landi (eða í landi sem er með annan gjaldmiðil en evru eða dollara) þarf alltaf fyrst að selja dollarana og kaupa íslenskar krónur sem svo þarf að selja aftur til að kaupa evrurnar. Þetta þýðir að greitt er tvisvar fyrir gjaldeyrisviðskiptin. Því er betra að skipta á milli erlendra gjaldmiðla í viðeigandi löndum. Jafnframt er rétt að forðast að skipta á flugvöllum eða fjölförnum stöðum þar sem það er oft mun dýrara. Líklega er hagstæðast að nýta bankaútibú ef kostur er. Þegar kort eru notuð erlendis er oftast hagstæðast að velja erlendu myntina Þegar verslað er erlendis með korti er úttektarupphæðin umreiknuð í íslenskar krónur. Gengi helstu gjaldmiðla í kortaviðskiptum má finna á heimasíðu eða appi þess banka sem gefur út kortið. Þegar gengi er skoðað skal miða útreikning við kortagengi og sölugengi. Stundum er hægt að velja á milli þess að greiða í íslenskum krónum eða gjaldmiðli þess lands sem þú ert í þegar verslað er erlendis. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram. Oftast er mun hagkvæmara að versla í erlendu myntinni. Hvernig er best að nýta hraðbanka Margir nýta sér hraðbankaþjónustu til að nálgast reiðufé erlendis. Gott er að hafa í huga að greiða þarf fyrir slíka þjónustu. Vel staðsettir hraðbankar á fjölförnum ferðamannastöðum eru yfirleitt dýrir og það á einnig við um hraðbanka á flugvöllum, bæði hér heima og erlendis. Hraðbankar í bankaútibúum eru oftast ódýrari og einnig öruggari kostur. Varast skal að greiða fyrir reiðufjárúttektina í íslenskum krónum án þess að kynna sér fyrst vel gengið sem hraðbankinn býður upp á. Hér gildir einnig að það er oftast mun dýrara að velja íslenskar krónur en erlendu myntina. Flestir bankar innheimta einnig gjald þegar kort frá þeim er notað til úttekta í hraðbanka. Það er til dæmis oft hagkvæmara að nota debetkortið en kreditkortið þegar taka á út pening í hraðbanka og jafnframt oft ódýrara að taka út stærri upphæð í einni færslu en margar litlar þar sem lágmarksþóknun er oft tekin fyrir hverja úttekt. Að lokum má benda á að ef þig vantar reiðufé hér innanlands er best að nota debetkort og hraðbanka þess banka sem gefur út debetkortið. Að jafnaði er ekkert gjald tekið af slíkum úttektum. Höfundur er vörustjóri korta hjá Arion banka.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun