Besta deild karla

Fréttamynd

Vona að Valsmenn fái pening fyrir mig

Guðjón Pétur Lýðsson, sem hefur að margra mati verið besti leikmaður Vals í sumar, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Valsmenn lánuðu hann í gær til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg en Helsingborg hefur síðan forkaupsrétt á Guðjóni eftir tímabilið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur Reynir æfir með Brann

Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Brann í Bergen. Fjallað er um Guðmund Reyni á heimasíðu félagsins og hann tekinn tali.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-liðið fór í óvissuferð í dag

KR-ingar fögnuðu sigrinum á Fram í Pepsi-deildinni í gær með því að skella sér í árleg óvissuferð í dag. Það sást til alls hópsins við Búlluna á Geirsgötu og Vísir forvitnaðist um málið hjá þjálfaranum Rúnari Kristinssyni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lukkan var með KR á móti Fram - myndir

KR-ingar unnu mikilvægan 2-1 sigur á Fram í Pepsi-deild karla í gær og halda því áfram tveggja stiga forystu á ÍBV. KR hafði gert jafntefli í síðustu tveimur heimaleikjum sínum en tókst nú að landa sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir: Gerðum barnaleg mistök

Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir lið sitt hafa gert barnarleg mistök í leik sem hann leit á sem úrslitaleik um hvort FH gæti gert alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum þegar FH steinlá 4-0 gegn Stjörnunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Þetta var „soft“ víti

Tryggvi Guðmundsson átti skrautlegan leik í kvöld. Hann skoraði mark úr víti sem hann viðurkennir að hafi ekki verið víti, skoraði mark með hnénu og fékk svo fjölda tækifæra til að innsigla þrennuna og jafna frægt markamet Inga Björns Albertssonar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Stjarnan slökkti í meistaravonum FH

Stjarnan vann ótrúlegan 4-0 sigur á FH á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik en leikurinn var bráðfjörugur og hefðu bæði lið getað skorað fleiri mörk í leiknum en sigurinn var þó síst of stór.

Íslenski boltinn