Besta deild karla

Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Er Gummi Torfa hinn eini sanni Michael Bolton?

Guðmundur Torfason fyrrum landsliðsmaður í fótbolta átti sviðið í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar var sýnt gamalt myndband með upptökum frá árinu 1988 þar sem að markakóngurinn fyrrverandi sýndi tónlistarhæfileika sína með gítarspili og söng. Friðrik Karlsson, sem oftast er kenndur við stórhljómsveitina Mezzoforte, sagði í viðtali á þessum tíma að söngur Guðmundar minnti töluvert á hetjusöngvara á borð við Michael Bolton.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Sjöundu umferð í Pepsi-deild karla verður gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan en útsendingn hefst um klukkan 20. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá þáttinn í beinni útsendingu. Þátturinn er einnig sýndur í ólæstri dagskrá.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Selfoss 3-1

Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir að leggja nýliða Selfoss í fjörugum leik á KR-vellinum í dag. 3 -1 sigur þeirra var ansi torstóttur en Selfyssingar klúðruðu vítaspyrnu þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 2-1. Í staðinn gengu KR-ingar á lagið og gerðu útum leikinn með skallamarki Mývetningsins Baldurs Sigurðssonar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 2-4

FH skaust á topp Pepsideildar karla með góðum sigri á Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina úr Hafnarfirðinum og var sanngjarn í meira lagi. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og fátt um færi. FH-ingar voru þó hættulegri og skoruðu eina mark hálfleiksins. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjarnan vann sinn fyrsta heimasigur - Myndir

Bláklæddir Stjörnumenn fögnuðu sínum fyrsta heimsigri í Pepsi-deild karla í sumar þegar Valur mátti sætta sig við tap 3-2. Garðbæingar eru loks búnir að taka nýja gervigrasið í sátt eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur heimaleikjunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gary Martin: Verðum að stöðva Tryggva

"Það er algjört lykilatriði fyrir okkur að stöðva Tryggva Guðmundsson ætlum við okkur að vinna ÍBV í kvöld,“ sagði, Gary Martin, framherji ÍA, í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steven Lennon: Breytinga er þörf

Steven Lennon, framherji Framara, var sá eini með lífsmarki í sóknarleik Safamýrarpilta í Árbænum í kvöld. Lennon segir breytinga þörf hjá Frömurum, annaðhvort að skipta út mönnum eða breyta um leikkerfi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steven Lennon: Hef ekki áhyggjur af markaþurrðinni

Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram, vonast til að lið hans geti komið sér á rétta braut í Pepsi-deildinni með sigri á Fylki í kvöld. Liðin mætast í Árbænum klukkan 19:15 í fyrsta leik sjöundu umferðar. Lennon ræddi við Hjört Hjartarson í Boltaþættinum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn