Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Tryggvi bætti markametið

Tryggvi Guðmundsson bætti markametið í efstu deild karla með glæsimarki í 4-1 sigri ÍBV á Stjörnunni í síðustu viku.

Tryggvi skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu sem var mark númer 127 í efstu deild. Með markinu skaust Tryggvi marki fram úr Inga Birni Albertssyni en þeir Tryggvi höfðu deilt metinu síðan síðastliðið sumar.

Tryggvi var heiðraður með markasyrpu í Pepsi-mörkunum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×