Íslenski boltinn

Björn: Við erum með langbesta liðið í þessum riðli

Björn á ferðinni í kvöld.
Björn á ferðinni í kvöld. mynd/vilhelm
„Það er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir tapið gegn Aserbaídsjan í kvöld. Ísland er í langneðsta sæti riðilsins og hefur tapað í tvígang fyrir Aserum.

„Við vorum komnir marki yfir og þetta leit alls ekki illa út í byrjun síðari hálfleiks en síðan bara hleypum við þeim allt of mikið inn í leikinn."

„Við vorum allt of djúpir í síðari hálfleiknum og sóttum bara á tveimur mönnum, það býður hættunni heim."

„Við höfum verið gríðarlega óheppnir í þessum riðli en að mínu mati erum við langbesta liðið."

Björn Bergmann hefur verið orðaður við fjöldann allan af liðum í Evrópu að undanförnu og líklegt er að leikmaðurinn yfirgefi Lillestrøm fyrir næsta tímabil.

„Ég læt umboðsmann minn alfarið um þessi mál og hugsa ekki einu sinni út í þessa hluti. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að vera orðaður við lið á Englandi og maður stefnir auðvita á stóra sviðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×