Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin Extra: Ásmundur og Haukur Ingi ræða svartasta dag í sögu Fylkis

Hjörvar Hafliðason hitti á þá Ásmund Arnarson, þjálfara Fylkis, og Hauk Inga Guðnason, aðstoðarmann hans, og ræddi við þá um eitt allra stærsta tap Fylkis í 45 ára sögu félagsins.

Fylkir tapaði 8-0 fyrir FH um helgina en þessi lið mætast einmitt í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins annað kvöld.

„Þetta er eitthvað sem enginn gengur stoltur frá og við vonumst til að upplifa þetta aldrei aftur. Nú þurfum við að þjappa okkur saman til að svara fyrir þetta. Menn virtust einfaldlega brotna niður og við áttum engin svör við leik FH-inga," sagði Ásmundur sem segist líka hafa gert mistök, alveg eins og leikmennirnir á vellinum.

Smelltu á hlekkinn hér að ofan til að sjá myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×