Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Grindavík 0-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Nettóvellinum skrifar 6. júní 2012 15:14 Grindavík er komið í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 1-0 sigur á Keflavík á Nettóvellinum í Keflavík. Hinn 19 ára gamli Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið á 31. mínútu. Fyrri hálfleikur var bráðfjörugur og skemmtilegur. Bæði lið fengu fjölmörg færi og markverðir liðanna sáu báðir til þess að ekki var skorað fyrr en á 31. mínútu. Mark Grindavíkur kom eftir þunga pressu gestanna og má segja að markið hafi legið í loftinu þegar Alex náði að setja boltann af mikilli yfirvegun á fjærstönginni eftir að Keflavík náði ekki að hreinsa fyrirgjöf Matthíasar Arnar Friðrikssonar úr teignum. Grindvíkingar fengu dauðafæri til að komast tveimur mörkum yfir fyrir hálfleik auk þess sem Óskar Pétursson varði tvisvar frá Arnóri Ingva Traustasyni. Það var ljóst í upphafi seinni hálfleiks að Grindavík legði hálfleikinn upp með því að halda hreinu. Liðið var þétt, lá aftarlega og reyndi að sækja hratt þegar færi gáfust. Keflavík átti erfitt með að finna opnanir á vörn Grindavíkur og það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins að liðið náði að skapa sér færi. Varamaðurinn Sigurbergur Elíasson fékk tvö fín færi til að jafna metin. Óskar varði fyrra skotið vel og hið seinna fór hátt yfir. Grindavík fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik frekar en Keflavík og náði ekki að nýta þau fáu færi sem gáfust og því hélst spennan út leikinn en sigur Grindavíkur verður að teljast sanngjarn. Fyrsti sigur Grindavíkur á tímabilinu staðreynd. Guðjón: Langþráður sigur"Þetta var langþráður sigur og góður sigur. Það er gaman að vinna og bikarinn er alltaf skemmtilegur," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur eftir leik. "Það var vitað mál að leikurinn yrði erfiður. Við nálguðumst leikinn af ákveðni og skoruðum gott mark í fyrri hálfleik og áttum að auki tvö stangarskot í fyrri hálfleik. Keflvíkingar sóttu líka grimmt á okkur og við urðum að standa vaktina og Óskar gerði það líka í markinu og á hrós skilið. Liðið í heild á hrós skilið fyrir að hafa klárað leikinn á faglegan hátt. "Það lá ljóst fyrir að halda hreinu í seinni hálfleik tryggði okkur sigur. Við reyndum til þrautar því ég hafði alltaf trú á að Keflvíkingar gætu ógnað okkur og þeir gerðu það svo sannarlega undir lok leiksins. Það hefði ekki verið gaman að fara með þennan leik í framlengingu. Við reyndum til þrautar að ná öðru markinu en náðum því ekki. Ómar á hrós skilið fyrir að verja frá Pape inni á nærsvæðinu þegar Pape komst í ákjósanlegt færi en í heildina var þetta öruggur sigur. "Ég er ánægður með holninguna á liðinu. Vinnusemin er að batna og við erum orðnir rólegri á boltann og farnir að passa boltann betur. Við sáum það sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við færðum boltann vel upp á móti vindinum. En fyrst og fremst stendur upp úr að halda hreinu. "Það er mikil og jákvæð framför á liðinu. Það er oft erfitt að snúa við ferlinu þegar lið lenda í áföllum eins og dundu á okkur í byrjun móts en við höfum svo sannarlega gert það og menn hafa meiri trú á sjálfum sér og því sem við erum að gera úti á vellinu. Það sést að það er taktur í liðinu og það er samstaða í liðinu. Guðmundur: Urðum okkur til skammar"Það vantaði mark fyrir það fyrsta en að öðru leyti vantaði eitthvað upp á hvað alla þætti fótboltans varðar. Við urðum sjálfum okkur hálfpartinn til skammar hér," sagði Guðmundur Steinarsson framherji Keflavíkur í leikslok. "Leikurinn var opinn í báða enda í fyrri hálfleik og ótrúlegt að fleiri mörk hafi ekki litið dagsins ljós en markmennirnir í báðum liðum stóðu sig frábærlega. Það er ekki nóg að skapa sér færi, við þurfum að fara að skora. "Þeir eru þéttir til baka og menn eiga að geta keyrt á þetta. Þegar þú ert undir í bikarkeppni þarftu að taka sénsa og kannski fjölga fram á við og annað en við náðum ekki að nýta okkur það í kvöld. Við urðum kannski of taugaveiklaðir þegar við vorum komnir nálægt markinu þegar á þurfti að halda. Þetta var glatað hjá okkur, það er ekki flóknara en það. "Við þurfum að fara í grunninn hjá okkur og átta okkur á því hvað það var sem skapaði góða spilamennsku í upphafi móts. Við þurfum að líta í eigin barm hver og einn og athuga hvað við getum lagað. "Ég held að þegar menn hafi fengið hrós fyrir fína spilamennsku vilja menn fara að gera meira og sýna flottari takta og við tókum kannski of mörg þrep í einu og spóluðum fram úr okkur. Við þurfum að spóla til baka og endurstilla okkur og sýna að við erum á Íslandi hérna og spila einfaldan fótbolta. Við þurfum að sýna þetta einfalda áður en við förum að gera eitthvað flóknara," sagði Guðmundur að lokum allt annað en sáttur við að falla úr leik í bikarkeppninni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Grindavík er komið í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 1-0 sigur á Keflavík á Nettóvellinum í Keflavík. Hinn 19 ára gamli Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið á 31. mínútu. Fyrri hálfleikur var bráðfjörugur og skemmtilegur. Bæði lið fengu fjölmörg færi og markverðir liðanna sáu báðir til þess að ekki var skorað fyrr en á 31. mínútu. Mark Grindavíkur kom eftir þunga pressu gestanna og má segja að markið hafi legið í loftinu þegar Alex náði að setja boltann af mikilli yfirvegun á fjærstönginni eftir að Keflavík náði ekki að hreinsa fyrirgjöf Matthíasar Arnar Friðrikssonar úr teignum. Grindvíkingar fengu dauðafæri til að komast tveimur mörkum yfir fyrir hálfleik auk þess sem Óskar Pétursson varði tvisvar frá Arnóri Ingva Traustasyni. Það var ljóst í upphafi seinni hálfleiks að Grindavík legði hálfleikinn upp með því að halda hreinu. Liðið var þétt, lá aftarlega og reyndi að sækja hratt þegar færi gáfust. Keflavík átti erfitt með að finna opnanir á vörn Grindavíkur og það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins að liðið náði að skapa sér færi. Varamaðurinn Sigurbergur Elíasson fékk tvö fín færi til að jafna metin. Óskar varði fyrra skotið vel og hið seinna fór hátt yfir. Grindavík fékk ekki mörg færi í seinni hálfleik frekar en Keflavík og náði ekki að nýta þau fáu færi sem gáfust og því hélst spennan út leikinn en sigur Grindavíkur verður að teljast sanngjarn. Fyrsti sigur Grindavíkur á tímabilinu staðreynd. Guðjón: Langþráður sigur"Þetta var langþráður sigur og góður sigur. Það er gaman að vinna og bikarinn er alltaf skemmtilegur," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur eftir leik. "Það var vitað mál að leikurinn yrði erfiður. Við nálguðumst leikinn af ákveðni og skoruðum gott mark í fyrri hálfleik og áttum að auki tvö stangarskot í fyrri hálfleik. Keflvíkingar sóttu líka grimmt á okkur og við urðum að standa vaktina og Óskar gerði það líka í markinu og á hrós skilið. Liðið í heild á hrós skilið fyrir að hafa klárað leikinn á faglegan hátt. "Það lá ljóst fyrir að halda hreinu í seinni hálfleik tryggði okkur sigur. Við reyndum til þrautar því ég hafði alltaf trú á að Keflvíkingar gætu ógnað okkur og þeir gerðu það svo sannarlega undir lok leiksins. Það hefði ekki verið gaman að fara með þennan leik í framlengingu. Við reyndum til þrautar að ná öðru markinu en náðum því ekki. Ómar á hrós skilið fyrir að verja frá Pape inni á nærsvæðinu þegar Pape komst í ákjósanlegt færi en í heildina var þetta öruggur sigur. "Ég er ánægður með holninguna á liðinu. Vinnusemin er að batna og við erum orðnir rólegri á boltann og farnir að passa boltann betur. Við sáum það sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við færðum boltann vel upp á móti vindinum. En fyrst og fremst stendur upp úr að halda hreinu. "Það er mikil og jákvæð framför á liðinu. Það er oft erfitt að snúa við ferlinu þegar lið lenda í áföllum eins og dundu á okkur í byrjun móts en við höfum svo sannarlega gert það og menn hafa meiri trú á sjálfum sér og því sem við erum að gera úti á vellinu. Það sést að það er taktur í liðinu og það er samstaða í liðinu. Guðmundur: Urðum okkur til skammar"Það vantaði mark fyrir það fyrsta en að öðru leyti vantaði eitthvað upp á hvað alla þætti fótboltans varðar. Við urðum sjálfum okkur hálfpartinn til skammar hér," sagði Guðmundur Steinarsson framherji Keflavíkur í leikslok. "Leikurinn var opinn í báða enda í fyrri hálfleik og ótrúlegt að fleiri mörk hafi ekki litið dagsins ljós en markmennirnir í báðum liðum stóðu sig frábærlega. Það er ekki nóg að skapa sér færi, við þurfum að fara að skora. "Þeir eru þéttir til baka og menn eiga að geta keyrt á þetta. Þegar þú ert undir í bikarkeppni þarftu að taka sénsa og kannski fjölga fram á við og annað en við náðum ekki að nýta okkur það í kvöld. Við urðum kannski of taugaveiklaðir þegar við vorum komnir nálægt markinu þegar á þurfti að halda. Þetta var glatað hjá okkur, það er ekki flóknara en það. "Við þurfum að fara í grunninn hjá okkur og átta okkur á því hvað það var sem skapaði góða spilamennsku í upphafi móts. Við þurfum að líta í eigin barm hver og einn og athuga hvað við getum lagað. "Ég held að þegar menn hafi fengið hrós fyrir fína spilamennsku vilja menn fara að gera meira og sýna flottari takta og við tókum kannski of mörg þrep í einu og spóluðum fram úr okkur. Við þurfum að spóla til baka og endurstilla okkur og sýna að við erum á Íslandi hérna og spila einfaldan fótbolta. Við þurfum að sýna þetta einfalda áður en við förum að gera eitthvað flóknara," sagði Guðmundur að lokum allt annað en sáttur við að falla úr leik í bikarkeppninni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira