Besta deild karla

Fréttamynd

James: Við Hermann erum ekki sammála um alla hluti

"Það var Hermann Hreiðarsson sem kom mér til Íslands. Hann hringdi í mig fyrir einum eða tveim mánuðum síðan. Sagði við mig að ég væri að koma til þess að spila og þjálfa með honum. Ég sagði já. Þetta var í rauninni ekki flóknara en það," sagði markvörðurinn David James en hann skrifaði undir samning við ÍBV í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Passa betur upp á boltann

Lars Lagerbäck lagði í gær línurnar fyrir landsleikinn gegn Slóveníu í næstu viku, er hann tilkynnti val sitt á landsliðinu. "Ég hef alltaf stefnt á sigur og geri það í þessum leik líka,“ sagði landsliðsþjálfarinn í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mawejje kemur aftur til ÍBV

Eyjamenn fengu góðar fréttir í dag en Úgandamaðurinn Tonny Mawejje staðfestir við fjölmiðla í heimalandinu að hann sé að ganga frá nýjum samningi við ÍBV.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

James færist nær ÍBV

Markvörðurinn David James hefur fengið sig lausan hjá enska C-deildarliðinu Bournemouth. Það stendur því ekkert í vegi fyrir því að hann gangi í raðir ÍBV hafi hann áhuga á því.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar alltaf viljugir að selja

Breiðablik hefur selt níu leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á undanförnum fjórum árum og þrír til viðbótar eru á leiðinni út. Um þúsund krakkar, sextán ára og yngri, eru að æfa með yngri flokkum félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðar Örn samdi við Fylkismenn

Viðar Örn Kjartansson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fylki og mun því spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar. Viðar hefur verið að leita sér að liði í efstu deild eftir að Selfoss féll úr deildinni síðasta haust. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

James þeytti skífum á skemmtistaðnum Austur

Markvörðurinn David James vakti mikla athygli um síðustu helgi er hann var hér á landi í boði Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara ÍBV. Hermann er að reyna að fá félaga sinn til þess að semja við ÍBV og spila með félaginu í sumar.

Íslenski boltinn