Besta deild karla

Fréttamynd

Guðjón Heiðar leggur skóna á hilluna

Skagamaðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum því þessi vinstri fótar bakvörður hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann mun því ekki leika meira með Skagaliðinu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagamanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vítin til vandræða

Vítaskyttur Pepsi-deildarliðanna hafa aðeins skorað úr tveimur af sjö vítaspyrnum sem dæmdar hafa verið í fyrstu fjórum umferðunum í sumar. Þetta er langversta byrjun vítaskyttna síðan deildin varð tólf liða 2008.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víðir skoraði flottasta markið í 3. umferð

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson skoraði flottasta markið í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta að mati lesenda Vísis en kosið var á milli fimm fallegustu markanna hér inn á Vísi. Lesendur Vísis fá tækifæri til að kjósa fallegasta mark hverrar umferðar í allt sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ég er með breitt bak

Róbert Örn Óskarsson hefur farið á kostum á milli stanganna hjá Íslandsmeisturum FH í byrjun tímabils. Hafnfirðingar sækja Breiðablik heim í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Garðsmennirnir kláruðu leikinn

Magnús Þórir Matthíasson var búinn að vera inn á í aðeins tvær mínútur þegar hann lagði upp jöfnunarmark Keflavíkur gegn Víkingi Ólafsvík í leik liðanna í fyrrakvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svart og hvítt hjá gulum Skagamönnum

Skagamenn eru enn án stiga í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir algjört hrun á lokamínútunum á móti Breiðabliki í Kópavogi í gær. ÍA-liðið fékk þá á sig fjögur mörk á síðustu átta mínútunum og steinlá 1-4.

Íslenski boltinn