Íslenski boltinn

Einar Hjörleifs byrjar | Simmonds á bekknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel

ÍBV tekur á móti KR og nýliðar Þórs og Víkings Ólafsvíkur mætast norðan heiða í 4. umferð Pepsi-deildar karla klukkan 17.

Byrjunarlið liðanna hafa verið birt á KSÍ en tvær breytingar vekja meiri athygli en aðrar. Þannig er heimamaðurinn Einar Hjörleifsson kominn aftur á milli stanganna hjá Ólsurum en Lettinn Kaspar Ikstens situr á bekknum.

Hjá Eyjamönnum er Ragnar Pétursson í byrjunarliðinu á kostnað Englendingsins Bradley Simmonds sem vermir varamannabekkinn. Simmonds skoraði tvö mörk í síðasta heimaleik ÍBV gegn Breiðabliki.

Báðir leikirnir verða í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×