
Tindastóll

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 78-68 | Taphrina Stólanna á enda
Íslandsmeistarar Tindastóls höfðu tapað tveimur leikjum í röð í Subway-deild karla í körfubolta fyrir leik kvöldsins. Þeir unnu hins vegar góðan 10 stiga sigur sem þýðir að Haukar hafa tapað fjórum leikjum í röð.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana
Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturunum frá Sauðárkrók þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Tindastóll mætti í Ljónagryfjuna í kvöld.

„Ég vill ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur“
Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í kvöld þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína.

Jón Halldór fór í saumana á rifrildi Pavels og Arnars
Pavel Ermolinskij og Arnar Guðjónsson þjálfarar Tindastóls og Stjörnunnar áttu í orðaskiptum eftir leik liðanna í Subway-deildinni á fimmtudag. Farið var yfir málið í Subway Körfuboltakvöldi.

Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 78-84 | Stjarnan kláraði meistarana í framlengingu
Stjarnan vann virkilega sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Tindastóls í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 78-84.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 77-92 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut
Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir aftur á sigurbraut eftir sigur á Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld.

Fóru yfir frábæran feril Helga en Teitur fagnar því að fá loksins fersk egg
Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Íslandsmeistara Tindastóls, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 22 ára feril með Stólunum. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu um magnaðan feril Helga í síðasta þætti og Teitur Örlygsson fagnar því að fá loksins fersk svartfuglsegg á ný.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Valur 75-84 | Valsmenn sóttu sigur á Krókinn
Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Síkinu á Sauðárkróki í stórleik helgarinnar í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Valsmenn geta unnið fimmta leikinn í röð í Síkinu í kvöld
Fjórða umferð Subway deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með risaleik Íslandsmeistara Tindastóls og bikarmeistara Vals í Síkinu á Sauðárkróki. Það er óhætt að Valsmönnum hafi gengið vel í Síkinu síðustu tólf mánuði.

Úlfur Úlfur: Mundi ekkert eftir viðtalinu sem hann fór í eftir að Stólarnir unnu
Gestur Körfuboltakvölds Extra í gær var Helgi Sæmundur sem er meðlimur og annar stofnanda hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 96-106 | Stólarnir sóttu sigur í Grindavík
Íslandsmeistarar Tindastóls sóttu sigur til Grindavíkur í Subway-deild karla í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en á endanum hafði Tindastóll betur sem þýðir að heimamenn eru enn að leita að sínum fyrsta sigri.

Kane komið vel inn í hlutina í Grindavík: „Þurfum að gera þetta með honum“
Grindavík tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í kvöld. Grindvíkingar eru á heimavelli en koma inn í leik kvöldsins án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum. Andstæðingur kvöldsins gæti ekki verið stærri. Íslandsmeistararnir frá Sauðárkróki hafa unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga er spenntur fyrir áskorun kvöldsins og fer fögrum orðum um nýjustu viðbót liðsins.

Nígerískum körfuboltamönnum fjölgar á Króknum
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Ifunanya Okoro um að leika með meistaraflokki kvenna í 1. deildinni í vetur.

Körfuboltakvöld um Lawson: „Eina sem skiptir hann máli er að vinna“
Callum Reese Lawson er mikils metinn af sérfræðingum Körfuboltakvölds en farið var yfir mikilvægi leikmannsins í síðasta þætti.

Subway Körfuboltakvöld: Mögnuð Þrenna Þóris fyrir Stólana
Þórir Þorbjarnarson átti frábæran leik þegar Tindastóll lagði Keflavík í Subway-deildinni í gær. Þórir var með þrennu í leiknum og er það fyrsta þrenna leikmanns Tindastóls síðustu fimm árin.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 105-88 | Keflavík engin fyrirstaða fyrir Stólana
Ríkjandi Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla unnu sannfærandi 105-88 sigur gegn Keflavík þegar liðið lék sinn fyrsta heimaleik í Subway deild karla þetta tímabilið þegar að Keflvíkingar mæta í heimsókn á Sauðárkrók í annarri umferð deildarinnar. Bæði lið hófu tímabilið á sigri.

Auddi Blö mætir í sófann hjá Sápa og Tomma Steindórs
Í kvöld hefur göngu sína nýr þáttur á Stöð 2 Sport. Sá heitir Subway körfuboltakvöld Extra og er í umsjón þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Tomma Steindórs.

Bjó til myndir með liðum Subway deildarinnar með hjálp gervigreindar
Subway deild karla í körfubolta er farin af stað en fyrstu umferðinni lauk á Álftanesi á sunnudagskvöldið. Körfuboltaáhugamaðurinn Gunnar Freyr Steinsson hitaði upp fyrir komandi tímabil með því að fá gervigreindina með sér í lið.

Klósettið fræga
Það var sannkallaður landsbyggðarslagur í Kviss á laugardagskvöldið þegar Tindastóll mætti Vestra.

Segir að Stólarnir hljóti að hafa áhyggjur að missa Drungilas á skelfilegum tíma
Olnbogaskot Tindastólsmannsins Adomas Drungilas í æfingarleik á móti Stjörnunni var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi en afleiðingin af því var að Stjörnumaðurinn Kevin Kone lá á eftir tvíkjálkabrotinn.

Pavel: Umhverfið hjálpaði okkur
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var afar ánægður með sigurinn og þá sérstaklega varnarleikinn.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Tindastóll 65-70 | Meistararnir mörðu nýliðana
Íslandsmeistarar Tindastóls unnu nauman fimm stiga sigur er liðið heimsótti Álftanes í fyrstu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 65-70.

Stólarnir úr leik
Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik í Evrópubikar FIBA. Þetta er ljóst þó enn sé einn leikur eftir af forkeppninni. Tindastóll endar í 2. sæti í sínum riðli með stigamun upp á -1 stig.

Spá Vísis fyrir Subway (1.-3.): Liðin sem berjast um deildarmeistaratitilinn
Subway deild karla í körfubolta hefst í kvöld og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að lokakaflanum og þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um deildarmeistaratitilinn í vetur.

Ekki öll nótt úti enn hjá Tindastóli
Tindastóll eygir enn von um sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins í körfuknattleik. Liðið getur ekki unnið sinn undanriðil en gæti engu að síður náð að framlengja Evrópuævintýri sitt.

Tindastóll úr leik eftir tap í Eistlandi
Lið Tindastóls tapaði gegn BC Trepca frá Kósóvó í undankeppni Evrópubikarsins í körfubolta en leikið var í Eistlandi í dag. Tapið þýðir að liðið á ekki möguleika á að komast í riðlakeppnina.

Stólarnir fengu frábæran stuðning á útivelli í Evrópusigrinum í gær
Tindastóll varð í gær fyrsta íslenska körfuboltaliðið til þess að vinna Evrópuleik í sautján ár.

Stólarnir einum sigri frá sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins
Íslandsmeistarar Tindastóls eru aðeins einum sigri frá sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn eistneska liðinu Parnu í dag, 62-69.

Kone kjálkabrotinn og lengi frá eftir högg frá Drungilas: „Fullmikið af því góða“
Kevin Kone, nýr erlendur leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, missir af upphafi tímabils í Subway deild karla eftir að hafa kjálkabrotnað þegar Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, gaf honum olnbogaskot í æfingaleik liðanna á dögunum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir meiðsli Kone bæta gráu ofan á svart fyrir liðið sem er ansi þunnskipað þessa stundina.

Stólunum spáð titlinum og mjög mikil trú á nýliðunum af Álftanesinu
Íslandsmeistarar Tindastóls verja Íslandsmeistaratitil sinn ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var opinberuð á kynningarfundi Subway deildar karla í körfubolta í dag.