Tindastóll

Fréttamynd

Tindastóll á sigurbraut á ný

Tindastóll lagði Stjörnuna að velli í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var á Sauðárkróki. Lokatölur 98-89 og Tindastóll því kominn á sigurbraut á ný eftir tvö töp í deildinni í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ

Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku.

Körfubolti
Fréttamynd

„Virðist ekkert vera sér­stakur skot­maður“

Frammistaða Antonio Keyshawn Woods í tapi Tindastóls á Egilsstöðum í Subway deild karla í körfubolta á dögunum var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Teitur Örlygsson telur leikmanninn einfaldlega ekki vera það góðan skotmann.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vona að körfu­bolta­sam­fé­lagið sé ein­huga um að svona fá­rán­leiki fái ekki að ráða för“

Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 91-68 | Njarðvík vann öruggan sigur gegn löskuðum Stólum

Njarðvík vann afar sannfærandi sigur þegar liðið mætti Tindastóli í þriðju umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni suður með sjó í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 91-68 heimamönnum í vil en jafnræði var með liðunum fram í miðbik annars leihkluta. Þá dró í sundur með liðunum og niðurstaðan öruggur sigur Njarðvíkurliðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 82-80 | Keflavík kláraði Tindastól í háspennuleik

Keflavík og Tindastóll mættust í Blue höllinni í kvöld í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik en þetta eru liðin sem flestir spekingar hafa spáð efstu tveimur sætum deildarinnar. Það var gríðarlega vel mætt á þennan fyrsta leik haustsins og áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn. Það var hart tekist á í jöfnum leik en að lokum náðu Keflvíkingar að kreista fram sigurinn í leik sem var jafn og spennandi fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-80

Körfubolti
Fréttamynd

Tinda­stóll upp í Bestu deildina

Tindastóll vann öruggan 5-0 útisigur á Augnabliki í Kópavogi í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir að Tindastóll er komið aftur upp í Bestu deild kvenna eftir aðeins ár í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eftirmaður Baldurs fundinn

Tindastóll, silfurliðs Subway-deildar karla á síðasta tímabili, hefur ráðið nýjan þjálfara. Sá heitir Vladimir Anzulovic og er 44 ára Króati.

Körfubolti
Fréttamynd

Jafnt í toppslagnum í Kórnum

HK og Tindastóll skildu jöfn með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í mikilvægum leik í baráttu liðanna um að komast upp úr Lengjudeild kvenna í fótbolta í Kórnum í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

LeBron skoðaði Drang­ey með fyrir­liða Tinda­stóls

Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni.

Körfubolti
Fréttamynd

Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.

Fótbolti