

FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi.
FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum.
„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag.
Handknattleiksdeild KA hefur samið við georgíska landsliðsmanninn Giorgi Dikhaminjia um að leika með liðinu í vetur. Giorgi, sem er 28 ára gamall og 188 cm á hæð, leikur oftast sem hægri skytta en getur einnig leyst af í horninu.
KA menn fá að leika Evrópuleik félagsins á heimavelli. Félagið varð að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á svæðinu til að fá leyfi fyrir heimaleik í Sambandsdeildinni. Úttektarmaður UEFA hló þegar hann sé stúku útiliðsins.
Hallgrímur Mar Steingrímsson var enn á ný hetja KA-manna í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigri á KR í Bestu deild karla í fótbolta.
KA gerði sér góða ferð suður og sigraði KR á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Með sigrinum fóru norðanmenn úr fallsæti og eru nú aðeins stigi á eftir KR eftir 14 umferðir í Bestu-deild karla.
KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár.
Breiðablik og Valur nálguðust Víkinga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi með góðum útisigrum. Nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.
Valur vann öruggan 5-2 útisigur á KA í þrettándu umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Gestirnir komust snemma í tveggja marka forystu áður en KA minnkaði muninn rétt fyrir hálfleiksflautið. Valsmenn gengu svo á lagið í síðari hálfleik og kláraðu leikinn örugglega.
Valsmenn gerðu góða ferð til Akureyrar með 5-2 sigri á KA í þrettándu umferð Bestu deildar karla í dag. Valur er áfram í 3. sæti deildarinnar á meðan KA er í fallsæti, því ellefta, og hafa nú tapað þremur leikjum í röð
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar að 12.umferð fór af stað. Gylfi Þór Sigurðsson kom að báðum mörkum Víkings Reykjavíkur fyrir norðan, glæsimark leit dagsins ljós á Kaplakrikavelli og vandræði Skagamanna halda áfram.
Víkingur styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar karla með 2-0 sigri á KA á norðan heiða nú í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson var bæði með mark og stoðsendingu þegar Víkingar náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld eftir 2-0 sigur á KA á Akureyri.
Þór/KA vann sannfærandi 4-1 sigur á móti Víkingi í leik liðanna í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í Boganum á Akureyri í dag. Þór/KA kom sér þar af leiðandi aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í deildinni gegn toppliðunum tveimur.
Knattspyrnufélag Akureyrar tapaði áfrýjunarmáli sínu til Landsréttar gegn Arnari Grétarssyni, fyrrum þjálfara félagsins. KA þarf því að greiða Arnari 9.322.601 krónu ásamt dráttarvöxtum frá 5. nóvember 2023.
KA-menn mæta Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þegar þeir mæta til leiks í 2. umferð í lok júlí. Nú liggur einnig fyrir hvaða liðum Valur, Víkingur og Breiðablik gætu mætt í sömu umferð.
Bestu mörkin gerðu upp fyrstu níu umferðir Bestu deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum og völdu þau sem hafa staðið sig best.
Íslandsmeistarar KA í blaki kvenna fá mikinn liðstyrk fyrir komandi tímabil en félagið er að endurheimta eina af dætrum félagsins.
Breyta þurfti tveimur leikjum KA í Bestu deild karla í fótbolta vegna þátttöku Akureyrarliðsins í Evrópukeppninni.
Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA í Boganum á Akureyri í 9. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Lokatölur 0-2 þar sem Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk leiksins.
Nú er hægt að sjá öll mörkin úr fimm fyrstu leikjum elleftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Fjórir leikir fóru fram í gær og einn á laugardagskvöldið.
„Þetta var ekki leikur sem við máttum tapa,“ sagði súr Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 tap sinna manna í KA á Ísafirði þegar liðið mætti Vestra í 11. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.
Vestri tók á móti KA á Kerecis-vellinum á Ísafirði í Besta deild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn unnu 1–0 sigur og snéru þar með aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð.
FH-konur hafa átt algjört draumasumar sem engan enda virðist ætla að taka en þær slógu í kvöld út Þór/KA, í Boganum á Akureyri, í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta. FH vann leikinn 3-1.
KA/Þór staldraði stutt við í Grill 66 deild kvenna í handbolta og eftir að hafa unnið deildina án þess að tapa leik í vetur er liðið nú búið að bæta við sig þremur erlendum leikmönnum fyrir átökin í Olís-deildinni næsta tímabil.
Heil umferð fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem efstu þrjú liðin unnu öll sína leiki. Nú má sjá öll mörkin úr umferðinni hér á Vísi.
Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.
Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.
Ásgeir Sigurgeirsson hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár og er nú með samning við Akureyrarliðið út sumarið 2027.