„Þetta var mjög skrítinn leikur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 18. desember 2025 21:17 Anton Rúnarsson var ánægður með viðbragð sinna kvenna í strembinni stöðu á Akureyri í kvöld. vísir/Sigurjón Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, var sáttur að hafa sótt tvö stig norður yfir heiðar þegar Valur vann sjö maka sigur gegn KA/Þór í elleftu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Þór/KA leiddi með fjórum mörkum í hálfleik en Valskonur settu í fimmta gír í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. Lokatölur 23-30. „Bara algjörlega hárrétt hjá þér. Þetta var bara fyrri og seinni hálfleikur og ég var bara mjög ósáttur við fyrri hálfleikinn, bara margir hlutir þar sem við vorum að gera ekki nógu vel og dauðafæri og fleira og KA/Þór auðvitað bara mjög góðar í fyrri og gerðu þetta vel en seinni hálfleikur var töluvert betri og já engin spurning.“ Sóknarleikur Vals var langt frá því að vera góður í fyrri hálfleik og höndin kom margoft upp eftir langar sóknir. „Svo auðvitað líka voru þær í sjö á sex og við vorum að skjóta yfir völlinn og fleira og vorum kannski ekkert brjálæðislega mikið í sókn en vorum bara staðar og hægar og gerðum það klárlega betur í seinni þannig að þetta var mjög svona skrítinn leikur.“ Anton segir það ekki hafa komið honum mikið á óvart að KA/Þór hafi spilað stóran hluta leiksins sjö á sex þar sem markmaðurinn fer út af á meðan liðið spilar sókn. „Ég vissi alveg að þær myndu grípa í þetta en hvort þær myndu byrja í þessu eða hvað þær myndu spila þetta lengi en við vorum alveg undirbúnar en þær gerðu þetta vel og komust á bragðið og fleira eins og ég sagði en við löguðum það í seinni og náðum fleiri svona stoppum og bara allt miklu betra.“ Anton segist ekki hafa haldið neina eldræðu yfir liði sínu í hálfleik, sem var þá fjórum mörkum undir. „Nei, það er bara eins og ég segi, ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleik og við fórum bara aðeins yfir hlutina og þær gerðu þetta hrikalega vel í seinni og mikill karakter að koma til baka bara og gera þetta almennilega.“ Það var allt annað að sjá sóknarleik Valsliðsins í síðari hálfleik sem skoraði 21 mark gegn tíu hjá KA/Þór. „Já bara ekki spurning. Eins og ég segi, fyrri hálfleikur var ólíkur okkar leik í vörn og sókn og við náðum aðeins að sýna það í seinni og alltaf annar leikur.“ „Já bara ekki spurning, það er búið að vera mikið um að vera í vetur, Evrópukeppni og fleira og margir leikir og stórmót og svona þannig það er fínt að fá smá tíma núna til að vinna í allskonar hlutum þannig að það er mjögt gott“, sagði Anton að lokum aðspurður hvort það væri ekki gott að fara inn í jólafríið á toppi deildarinnar. Valur Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Þór/KA leiddi með fjórum mörkum í hálfleik en Valskonur settu í fimmta gír í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. Lokatölur 23-30. „Bara algjörlega hárrétt hjá þér. Þetta var bara fyrri og seinni hálfleikur og ég var bara mjög ósáttur við fyrri hálfleikinn, bara margir hlutir þar sem við vorum að gera ekki nógu vel og dauðafæri og fleira og KA/Þór auðvitað bara mjög góðar í fyrri og gerðu þetta vel en seinni hálfleikur var töluvert betri og já engin spurning.“ Sóknarleikur Vals var langt frá því að vera góður í fyrri hálfleik og höndin kom margoft upp eftir langar sóknir. „Svo auðvitað líka voru þær í sjö á sex og við vorum að skjóta yfir völlinn og fleira og vorum kannski ekkert brjálæðislega mikið í sókn en vorum bara staðar og hægar og gerðum það klárlega betur í seinni þannig að þetta var mjög svona skrítinn leikur.“ Anton segir það ekki hafa komið honum mikið á óvart að KA/Þór hafi spilað stóran hluta leiksins sjö á sex þar sem markmaðurinn fer út af á meðan liðið spilar sókn. „Ég vissi alveg að þær myndu grípa í þetta en hvort þær myndu byrja í þessu eða hvað þær myndu spila þetta lengi en við vorum alveg undirbúnar en þær gerðu þetta vel og komust á bragðið og fleira eins og ég sagði en við löguðum það í seinni og náðum fleiri svona stoppum og bara allt miklu betra.“ Anton segist ekki hafa haldið neina eldræðu yfir liði sínu í hálfleik, sem var þá fjórum mörkum undir. „Nei, það er bara eins og ég segi, ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleik og við fórum bara aðeins yfir hlutina og þær gerðu þetta hrikalega vel í seinni og mikill karakter að koma til baka bara og gera þetta almennilega.“ Það var allt annað að sjá sóknarleik Valsliðsins í síðari hálfleik sem skoraði 21 mark gegn tíu hjá KA/Þór. „Já bara ekki spurning. Eins og ég segi, fyrri hálfleikur var ólíkur okkar leik í vörn og sókn og við náðum aðeins að sýna það í seinni og alltaf annar leikur.“ „Já bara ekki spurning, það er búið að vera mikið um að vera í vetur, Evrópukeppni og fleira og margir leikir og stórmót og svona þannig það er fínt að fá smá tíma núna til að vinna í allskonar hlutum þannig að það er mjögt gott“, sagði Anton að lokum aðspurður hvort það væri ekki gott að fara inn í jólafríið á toppi deildarinnar.
Valur Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira