Handbolti

„Þetta var mjög skrítinn leikur“

Árni Gísli Magnússon skrifar
Anton Rúnarsson var ánægður með viðbragð sinna kvenna í strembinni stöðu á Akureyri í kvöld.
Anton Rúnarsson var ánægður með viðbragð sinna kvenna í strembinni stöðu á Akureyri í kvöld. vísir/Sigurjón

Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, var sáttur að hafa sótt tvö stig norður yfir heiðar þegar Valur vann sjö maka sigur gegn KA/Þór í elleftu umferð Olís deildar kvenna í handbolta.

Þór/KA leiddi með fjórum mörkum í hálfleik en Valskonur settu í fimmta gír í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur. Lokatölur 23-30.

„Bara algjörlega hárrétt hjá þér. Þetta var bara fyrri og seinni hálfleikur og ég var bara mjög ósáttur við fyrri hálfleikinn, bara margir hlutir þar sem við vorum að gera ekki nógu vel og dauðafæri og fleira og KA/Þór auðvitað bara mjög góðar í fyrri og gerðu þetta vel en seinni hálfleikur var töluvert betri og já engin spurning.“

Sóknarleikur Vals var langt frá því að vera góður í fyrri hálfleik og höndin kom margoft upp eftir langar sóknir.

„Svo auðvitað líka voru þær í sjö á sex og við vorum að skjóta yfir völlinn og fleira og vorum kannski ekkert brjálæðislega mikið í sókn en vorum bara staðar og hægar og gerðum það klárlega betur í seinni þannig að þetta var mjög svona skrítinn leikur.“

Anton segir það ekki hafa komið honum mikið á óvart að KA/Þór hafi spilað stóran hluta leiksins sjö á sex þar sem markmaðurinn fer út af á meðan liðið spilar sókn.

„Ég vissi alveg að þær myndu grípa í þetta en hvort þær myndu byrja í þessu eða hvað þær myndu spila þetta lengi en við vorum alveg undirbúnar en þær gerðu þetta vel og komust á bragðið og fleira eins og ég sagði en við löguðum það í seinni og náðum fleiri svona stoppum og bara allt miklu betra.“

Anton segist ekki hafa haldið neina eldræðu yfir liði sínu í hálfleik, sem var þá fjórum mörkum undir.

„Nei, það er bara eins og ég segi, ég var mjög ósáttur með fyrri hálfleik og við fórum bara aðeins yfir hlutina og þær gerðu þetta hrikalega vel í seinni og mikill karakter að koma til baka bara og gera þetta almennilega.“

Það var allt annað að sjá sóknarleik Valsliðsins í síðari hálfleik sem skoraði 21 mark gegn tíu hjá KA/Þór.

„Já bara ekki spurning. Eins og ég segi, fyrri hálfleikur var ólíkur okkar leik í vörn og sókn og við náðum aðeins að sýna það í seinni og alltaf annar leikur.“

„Já bara ekki spurning, það er búið að vera mikið um að vera í vetur, Evrópukeppni og fleira og margir leikir og stórmót og svona þannig það er fínt að fá smá tíma núna til að vinna í allskonar hlutum þannig að það er mjögt gott“, sagði Anton að lokum aðspurður hvort það væri ekki gott að fara inn í jólafríið á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×