Valur Valur í kjörstöðu gegn ÍR Valur er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna eftir annan stórsigur á ÍR. Handbolti 29.4.2025 21:53 Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Nokkrir stuðningsmenn Vals mættu með borða á leik liðsins gegn Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. var skilaboðunum beint til Gylfa Þórs Sigurðssonar sem gekk í raðir Víkings frá Val fyrir leiktíðina. Íslenski boltinn 28.4.2025 22:14 „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Handbolti 28.4.2025 21:50 „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Íslenski boltinn 28.4.2025 21:36 Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli sín á milli á Hlíðarenda, bæði mörk skoruð úr vítaspyrnum og liðin bæði hræddari við tap en þau voru hungruð í sigur. Víkingur ógnaði varla marki í seinni hálfleik en átti skalla í slánna í uppbótartíma. Jafntefli sanngjörn niðurstaða, Víkingur með sjö stig og Valur sex stig þegar fjórar umferðir hafa verið spilaðar. Íslenski boltinn 28.4.2025 18:33 Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til. Handbolti 28.4.2025 18:45 Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Valur tók á móti toppliði Þór/KA á N1 vellinum á Hlíðarenda í dag þegar þriðja umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Leikurinn fór rólega af stað en Valur gekk frá þessu í síðari hálfleik og hafði betur með þremur mörkum gegn engu. Íslenski boltinn 27.4.2025 16:15 Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaviðureign Bónus-deildar kvenna með 79-46 sigri á Val en Haukar unnu einvígið 3-0 og leikinn í kvöld nokkuð sannfærandi að lokum. Körfubolti 26.4.2025 17:17 Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valskonur byrjuðu úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta af miklum krafti í dag eða með 21 marks sigri á ÍR, 33-12, í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna. Handbolti 26.4.2025 15:29 Valur einum sigri frá úrslitum Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 25.4.2025 21:33 Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Frederik Schram mun verja mark Valsmanna á nýjan leik í Bestu deildinni í fótbolta en Valsmenn hafa samið við landsliðsmarkvörðinn um að snúa aftur á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 25.4.2025 10:25 „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Vals þegar liðið bar sigurð af KA, 3-1, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Jónatan Ingi komst trekk í trekk í góðar stöður í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þessu. Þessi leikni kantmaður kveðst ekki missa svefn þó þrennan hafi ekki litið dagsins ljós. Fótbolti 23.4.2025 20:55 „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liði sínu til síns fyrsta sigurs í Bestu-deild karla í fótbolta á yfirstandandi leiktíð þegar liðið lagði hans fyrrum félag, KA, að velli í þriðju umferð deildarinnar á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 23.4.2025 20:39 Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Valsmenn unnu sannfærandi sigur, 3-1, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liðinu hafði tekist að landa sigri í tveimur fyrstu tveimur umferðunum og sigurinn því kærkominn hjá Valsliðinu. Íslenski boltinn 23.4.2025 17:17 „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér. Körfubolti 23.4.2025 10:01 „Svona er úrslitakeppnin“ Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Handbolti 22.4.2025 22:09 „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Körfubolti 22.4.2025 21:45 Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Haukar sóttu 80-82 sigur á Hlíðarenda í öðrum leik undanúrslitanna gegn Val. Heimakonur leiddu leikinn nánast allan tímann en köstuðu frá sér sigrinum undir lokin, Jiselle Thomas mistókst svo að jafna á vítalínunni á lokasekúndunum. Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á laugardaginn. Körfubolti 22.4.2025 18:32 Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Afturelding sigraði Val örugglega í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn endaði 31-23, Mosfellingum í vil, og náðu þeir þar með að hefna fyrir tapið í fyrsta leik einvígisins. Handbolti 22.4.2025 18:47 „Við stóðum af okkur storminn“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, tók undir með þjálfara sínum Matthíasi Guðmundssyni eftir sigur liðsins á nýliðum FHL í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 21.4.2025 19:01 Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Valur vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á þessari leiktíð þegar liðið vann FHL í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Valur sótti í byrjun og uppskar mörkin snemma en leikurinn jafnaðist þegar á leið. Íslenski boltinn 21.4.2025 15:18 Valur og KR unnu Scania Cup Áttundi flokkur stúlkna hjá Val og tíundi flokkur drengja unnu Scania Cup í Svíþjóð um páskana. Körfubolti 21.4.2025 14:57 „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir af hverju félagið seldi Stefán Gísla Stefánsson til Vals. Íslenski boltinn 20.4.2025 23:01 Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Knattspyrnudeild Vals hefur tryggt sér krafta varnarmannsins unga Stefáns Gísla Stefánssonar til næstu fimm ára. Hann kemur til félagsins frá Fylki. Íslenski boltinn 20.4.2025 11:55 Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 19.4.2025 18:33 Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 18.4.2025 11:02 Dramatík á Hlíðarenda Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik. Handbolti 17.4.2025 21:37 Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Valur og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Fyrstu fimmtán mínúturnar voru mjög fjörugar en eftir það var fátt um færi í leiknum, sem litaðist af ljótum meiðslum Vigdísar Eddu. Íslenski boltinn 16.4.2025 17:15 Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn. Íslenski boltinn 16.4.2025 13:45 „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Elín Metta Jensen hefur gengið frá samningi við Val og mun því spila með Valsmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 15.4.2025 16:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 108 ›
Valur í kjörstöðu gegn ÍR Valur er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna eftir annan stórsigur á ÍR. Handbolti 29.4.2025 21:53
Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Nokkrir stuðningsmenn Vals mættu með borða á leik liðsins gegn Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. var skilaboðunum beint til Gylfa Þórs Sigurðssonar sem gekk í raðir Víkings frá Val fyrir leiktíðina. Íslenski boltinn 28.4.2025 22:14
„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Handbolti 28.4.2025 21:50
„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Íslenski boltinn 28.4.2025 21:36
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli sín á milli á Hlíðarenda, bæði mörk skoruð úr vítaspyrnum og liðin bæði hræddari við tap en þau voru hungruð í sigur. Víkingur ógnaði varla marki í seinni hálfleik en átti skalla í slánna í uppbótartíma. Jafntefli sanngjörn niðurstaða, Víkingur með sjö stig og Valur sex stig þegar fjórar umferðir hafa verið spilaðar. Íslenski boltinn 28.4.2025 18:33
Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til. Handbolti 28.4.2025 18:45
Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Valur tók á móti toppliði Þór/KA á N1 vellinum á Hlíðarenda í dag þegar þriðja umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Leikurinn fór rólega af stað en Valur gekk frá þessu í síðari hálfleik og hafði betur með þremur mörkum gegn engu. Íslenski boltinn 27.4.2025 16:15
Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaviðureign Bónus-deildar kvenna með 79-46 sigri á Val en Haukar unnu einvígið 3-0 og leikinn í kvöld nokkuð sannfærandi að lokum. Körfubolti 26.4.2025 17:17
Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valskonur byrjuðu úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta af miklum krafti í dag eða með 21 marks sigri á ÍR, 33-12, í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna. Handbolti 26.4.2025 15:29
Valur einum sigri frá úrslitum Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 25.4.2025 21:33
Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Frederik Schram mun verja mark Valsmanna á nýjan leik í Bestu deildinni í fótbolta en Valsmenn hafa samið við landsliðsmarkvörðinn um að snúa aftur á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 25.4.2025 10:25
„Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Vals þegar liðið bar sigurð af KA, 3-1, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Jónatan Ingi komst trekk í trekk í góðar stöður í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þessu. Þessi leikni kantmaður kveðst ekki missa svefn þó þrennan hafi ekki litið dagsins ljós. Fótbolti 23.4.2025 20:55
„Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liði sínu til síns fyrsta sigurs í Bestu-deild karla í fótbolta á yfirstandandi leiktíð þegar liðið lagði hans fyrrum félag, KA, að velli í þriðju umferð deildarinnar á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 23.4.2025 20:39
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Valsmenn unnu sannfærandi sigur, 3-1, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liðinu hafði tekist að landa sigri í tveimur fyrstu tveimur umferðunum og sigurinn því kærkominn hjá Valsliðinu. Íslenski boltinn 23.4.2025 17:17
„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér. Körfubolti 23.4.2025 10:01
„Svona er úrslitakeppnin“ Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Handbolti 22.4.2025 22:09
„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Körfubolti 22.4.2025 21:45
Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Haukar sóttu 80-82 sigur á Hlíðarenda í öðrum leik undanúrslitanna gegn Val. Heimakonur leiddu leikinn nánast allan tímann en köstuðu frá sér sigrinum undir lokin, Jiselle Thomas mistókst svo að jafna á vítalínunni á lokasekúndunum. Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á laugardaginn. Körfubolti 22.4.2025 18:32
Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Afturelding sigraði Val örugglega í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Leikurinn endaði 31-23, Mosfellingum í vil, og náðu þeir þar með að hefna fyrir tapið í fyrsta leik einvígisins. Handbolti 22.4.2025 18:47
„Við stóðum af okkur storminn“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, tók undir með þjálfara sínum Matthíasi Guðmundssyni eftir sigur liðsins á nýliðum FHL í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 21.4.2025 19:01
Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Valur vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á þessari leiktíð þegar liðið vann FHL í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Valur sótti í byrjun og uppskar mörkin snemma en leikurinn jafnaðist þegar á leið. Íslenski boltinn 21.4.2025 15:18
Valur og KR unnu Scania Cup Áttundi flokkur stúlkna hjá Val og tíundi flokkur drengja unnu Scania Cup í Svíþjóð um páskana. Körfubolti 21.4.2025 14:57
„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir af hverju félagið seldi Stefán Gísla Stefánsson til Vals. Íslenski boltinn 20.4.2025 23:01
Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Knattspyrnudeild Vals hefur tryggt sér krafta varnarmannsins unga Stefáns Gísla Stefánssonar til næstu fimm ára. Hann kemur til félagsins frá Fylki. Íslenski boltinn 20.4.2025 11:55
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 19.4.2025 18:33
Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 18.4.2025 11:02
Dramatík á Hlíðarenda Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik. Handbolti 17.4.2025 21:37
Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Valur og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Fyrstu fimmtán mínúturnar voru mjög fjörugar en eftir það var fátt um færi í leiknum, sem litaðist af ljótum meiðslum Vigdísar Eddu. Íslenski boltinn 16.4.2025 17:15
Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn. Íslenski boltinn 16.4.2025 13:45
„Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Elín Metta Jensen hefur gengið frá samningi við Val og mun því spila með Valsmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 15.4.2025 16:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent